Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 14:32 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun