Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 3. mars 2025 15:31 Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun