RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:30 Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun