Leiðtogarnir hafa hafnað hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að Bandaríkin, eða jafnvel hann persónulega, taki svæðið yfir og geri að einhvers konar ferðamannaparadís.
Þær fela í sér að íbúar Gasa, Palestínumenn, verði neyddir til að flytjast á brott.
Ísraelsmenn eru hins vegar mjög áfram um tillögu Trump og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hrósaði framtakinu síðast í gær og sagði hugmyndirnar bera vott um frumleika og framsýni.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að endurreisnin muni kosta yfir 53 milljarða dala.
Uppbygging virðist þó ekki endilega vera í kortunum á næstunni en samkvæmt erlendum miðlum eru bæði Ísraelsmenn og Hamas að undirbúa sig undir að átök hefjist að nýju eftir að fyrsta fasa vopnahlésins lauk um helgina.
Ekkert hefur þokast í viðræðum um fasa tvö, þar sem til stóð að Hamas létu alla gísla lausa og Ísraelsher hyrfi frá Gasa. Greinendur benda á að gíslarnir séu einu tromp Hamas og Ísrael hafi alls ekki í hyggju að segja aðgerðum lokið.