Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 07:03 Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar