Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 07:03 Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun