Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 21:09 Fjölnismenn lifa enn í voninni um að ná að halda sér í deildinni. Vísir/Diego Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni. Bæði botnliðin fögnuðu nefnilega langþráðum sigrum í kvöld. Fjölnir vann Gróttu á útivelli en ÍR-ingar fögnuðu sigri á móti HK. Fjölnir vann fjögurra marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 35-31, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan 25. október en þeir voru búnir að tapa tíu deildarleikjum í röð. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson voru báðir með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. ÍR-ingar unnu þriggja marka sigur á HK, 32-29, á heimavelli sínum en ÍR var 14-11 yfir í hálfleik. ÍR var búið að tapa fimm deildarleikjum í röð og hafði ekki fagnað sigri í deildinni síðan 28. nóvember. Baldur Fritz Bjarnason var með 12 mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld og Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með sex mörk. ÍR er nú með jafnmörg stig og Grótta en Fjölnir er síðan tveimur stigum á eftir í neðsta sæti deildarinnar. KA og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli á Akureyri en KA-menn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. KA náði að enda tveggja leikja taphrinu en tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan 9. febrúar. Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið og Bruno Bernat varði svo lokaskot Eyjamanna. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í kvöld og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sveinn Jose Rivera var með sjö mörk. Olís-deild karla ÍR Fjölnir Grótta ÍBV KA HK Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Bæði botnliðin fögnuðu nefnilega langþráðum sigrum í kvöld. Fjölnir vann Gróttu á útivelli en ÍR-ingar fögnuðu sigri á móti HK. Fjölnir vann fjögurra marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 35-31, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan 25. október en þeir voru búnir að tapa tíu deildarleikjum í röð. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson voru báðir með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. ÍR-ingar unnu þriggja marka sigur á HK, 32-29, á heimavelli sínum en ÍR var 14-11 yfir í hálfleik. ÍR var búið að tapa fimm deildarleikjum í röð og hafði ekki fagnað sigri í deildinni síðan 28. nóvember. Baldur Fritz Bjarnason var með 12 mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld og Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með sex mörk. ÍR er nú með jafnmörg stig og Grótta en Fjölnir er síðan tveimur stigum á eftir í neðsta sæti deildarinnar. KA og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli á Akureyri en KA-menn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. KA náði að enda tveggja leikja taphrinu en tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan 9. febrúar. Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið og Bruno Bernat varði svo lokaskot Eyjamanna. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í kvöld og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sveinn Jose Rivera var með sjö mörk.
Olís-deild karla ÍR Fjölnir Grótta ÍBV KA HK Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira