Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 09:07 Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen. Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen.
Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04
Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45