Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 13:15 Bandaríkjamenn hafa strax lýst nýju tillögunum sem ómögulegum, þar sem þær taki ekki tillit til þess að svæðið sé algjörlega óbyggilegt. Virðast þeir vilja Palestínumenn á brott áður en uppbygging hefst. Getty/Abdallah F.s. Alattar Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. „Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Egypska áætlunin er núna Araba áætlunin,“ sagði Ahmed Aboul Gheit, forseti bandalagsins í gær. Án þess að nefna Trump á nafn ítrekaði hann að bandalagið setti sig algjörlega upp á móti brottflutningi íbúa, eins og hugmyndir Bandaríkjaforseta fólu í sér. Fyrir fundinn höfðu Egyptar kynnt til sögunnar 90 blaðsíðna áætlun um uppbyggingu á Gasa, þar sem finna mátti myndir af grónum hverfum og stórum byggingum. Ólíkt hugmyndum Trump um ferðamannaparadís á við ströndina, fela tillögur Arabaríkjanna hins vegar einnig í sér pólitíska stefnu. Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sagði við setningu fundarins í gær að samhliða uppbyggingu innviða á Gasa þyrfti að taka ákveðin skref í átt að hinni svokölluðu „tveggja ríkja lausn“; palestínsks ríkis við hlið Ísrael, sem Arabaríkin segja einu raunhæfu lausnina á deilum á svæðinu. Áætlun Arabaríkjanna gerir ráð fyrir að Gasa yrði tímabundið stjórnað af framkvæmdanefnd teknókrata, sem myndu heyra undir palestínsk stjórnvöld. Athygli vekur að ekki er rætt um aðkomu Hamas-samtakanna, sem virðast hafa sætt sig að koma ekki að stjórnun svæðisins en hafa neitað að afvopnast. Skoðanir eru sagðar skiptar meðal Arabaríkjanna hvað varðar Hamas; sum eru sögð vilja að samtökin heyri sögunni til, á meðan aðrir segja það undir Palestínumönnum komið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans hafa bæði neitað aðkomu Hamas og palestínsku stjórnarinnar, auk þess sem þeim hugnast ekki tveggja ríkja lausnin. Netanyahu hefur hins vegar lofað mjög hugmyndir Trump um yfirráð Bandaríkjamanna á Gasa. Samkvæmt umfjöllun BBC fela áætlanir Arabaríkjanna einnig í sér viðveru alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu en þau eru sögð óviljug til að leggja fjármagn til uppbyggingarinnar nema tryggt sé að ófriður brjótist ekki út á ný.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. 4. mars 2025 09:23