Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2025 14:32 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu gegn Borussia Dortmund ásamt Ngal'ayel Mukau. ap/Martin Meissner Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56