Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 21:02 Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt. Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnun vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í. Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt.Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verðjur gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði. Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa. Umræða og gagnrýni Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim. Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur. Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna munu greiða meira, en þar er verið að leiðrétta óeðlilega lága skattlagningu á þyngstu tengivagnana. Hingað til hefur t.d. 18 tonna eftirvagn greitt nánast það sama og venjulegur rafbíll. Mun þetta hækka rekstrarkostnað meðalbílsins? Ekki almennt. Breytingarnar hafa verið stilltar þannig af að áhrifin á meðal-fólksbílinn verða lítil. Bílar sem eyða um 7,5 lítrum á 100 km munu greiða svipað í nýja kerfinu og í því gamla. Á ársgrundvelli munu breytingarnar skipta fólki aðeins nokkrum þúsund krónum, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir eyðslu. Af hverju erum við að breyta kerfinu? Á árunum 2006 til 2023 lækkuðu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum um 43%. Þessi þróun er óumflýjanleg og áframhaldandi. Með innleiðingu þessa kerfis er verið að ljúka við þá vegferð sem fyrri ríkisstjórn hóf um breytta gjaldtöku af umferð. Kerfið sem verið er að innleiða hefur reynst vel fyrir rafbíla, þar sem 55.000 bílar eru nú þegar skráðir í það. Það er óumflýjanlegt að breyta tekjuöflunarkerfinu, en það hefur verið gert með varfærnum hætti þar sem jafnvægi er haldið milli skattlagningar og hagrænna hvata til orkuskipta. Að lokum Framkvæmd gjaldtöku og skráningar á rafbílum hefur gengið vel, og með þessari breytingu tryggjum við áframhaldandi fjármögnun vegakerfisins á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Kerfið er ekki skattahækkun, heldur einföldun og leiðrétting á núverandi ósamræmi. Það verður alltaf hægt að finna einhvern hóp sem kemur verr út úr nýja kerfinu en gamla kerfinu, en núverandi kerfi er líka langt frá því að vera fullkomið. Það er réttlætismál að allir greiði í samræmi við notkun sína á vegakerfinu. Með þessu kerfi tryggjum við framtíðartekjur til vegagerðar á Íslandi á gagnsæjan og réttlátan hátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Bílar Vegtollar Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi. Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt. Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnun vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í. Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt.Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verðjur gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði. Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa. Umræða og gagnrýni Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim. Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur. Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna munu greiða meira, en þar er verið að leiðrétta óeðlilega lága skattlagningu á þyngstu tengivagnana. Hingað til hefur t.d. 18 tonna eftirvagn greitt nánast það sama og venjulegur rafbíll. Mun þetta hækka rekstrarkostnað meðalbílsins? Ekki almennt. Breytingarnar hafa verið stilltar þannig af að áhrifin á meðal-fólksbílinn verða lítil. Bílar sem eyða um 7,5 lítrum á 100 km munu greiða svipað í nýja kerfinu og í því gamla. Á ársgrundvelli munu breytingarnar skipta fólki aðeins nokkrum þúsund krónum, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir eyðslu. Af hverju erum við að breyta kerfinu? Á árunum 2006 til 2023 lækkuðu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum um 43%. Þessi þróun er óumflýjanleg og áframhaldandi. Með innleiðingu þessa kerfis er verið að ljúka við þá vegferð sem fyrri ríkisstjórn hóf um breytta gjaldtöku af umferð. Kerfið sem verið er að innleiða hefur reynst vel fyrir rafbíla, þar sem 55.000 bílar eru nú þegar skráðir í það. Það er óumflýjanlegt að breyta tekjuöflunarkerfinu, en það hefur verið gert með varfærnum hætti þar sem jafnvægi er haldið milli skattlagningar og hagrænna hvata til orkuskipta. Að lokum Framkvæmd gjaldtöku og skráningar á rafbílum hefur gengið vel, og með þessari breytingu tryggjum við áframhaldandi fjármögnun vegakerfisins á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Kerfið er ekki skattahækkun, heldur einföldun og leiðrétting á núverandi ósamræmi. Það verður alltaf hægt að finna einhvern hóp sem kemur verr út úr nýja kerfinu en gamla kerfinu, en núverandi kerfi er líka langt frá því að vera fullkomið. Það er réttlætismál að allir greiði í samræmi við notkun sína á vegakerfinu. Með þessu kerfi tryggjum við framtíðartekjur til vegagerðar á Íslandi á gagnsæjan og réttlátan hátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun