„Þetta var gott próf fyrir okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var brattur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Við erum gríðarlega sterkar í teignum og réðumst á þær þar. Vörnin varð síðan betri og við vorum að mæta særðu dýri og þær eru mjög góðar og með marga landsliðsmenn. Þetta var gott próf fyrir okkur og ég er hrikalega ánægður með að við höfum klárað þetta,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir í hálfleik og Einar sagði við sínar stelpur í hálfleik að það væri ekki eitthvað sem þær ættu að pirra sig á. „Við töluðum um það að tveggja stiga leikur væri ekki neitt til þess að pirra sig á. Okkur fannst við eiga mikið inni og það var áhyggjuefni eftir þriðja leikhluta hvað þær voru að skora mikið. Við tókum þátt í þessum hraða leik og létum reyna á okkur á mismunandi stöðum eins og að Brittany Dinkins lenti í villuvandræðum. Við leystum vandamálin sem við þurftum að takast á við mjög vel.“ Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiks en Einar var hræddari við liðið fyrir vikið. „Ég var hræddari við stöðuna í rauninni. Hún var geggjuð í fyrri hálfleik og tekur mikið til sín og skorar mikið en aðrar vissu að þær þurftu að stíga upp og gerðu það margar. Þá urðu þær hættulegar.“ Einar var afar ánægður með hvernig hans lið svaraði eftir að Keflavík minnkaði muninn niður í fjögur stig undir lokin. „Við sýndum flotta yfirvegun, vorum skynsamar og nýttum okkar styrkleika. Við fórum í þau svæði sem við vissum að við ættum að ráðast á og gerðum það vel,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
„Við erum gríðarlega sterkar í teignum og réðumst á þær þar. Vörnin varð síðan betri og við vorum að mæta særðu dýri og þær eru mjög góðar og með marga landsliðsmenn. Þetta var gott próf fyrir okkur og ég er hrikalega ánægður með að við höfum klárað þetta,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir í hálfleik og Einar sagði við sínar stelpur í hálfleik að það væri ekki eitthvað sem þær ættu að pirra sig á. „Við töluðum um það að tveggja stiga leikur væri ekki neitt til þess að pirra sig á. Okkur fannst við eiga mikið inni og það var áhyggjuefni eftir þriðja leikhluta hvað þær voru að skora mikið. Við tókum þátt í þessum hraða leik og létum reyna á okkur á mismunandi stöðum eins og að Brittany Dinkins lenti í villuvandræðum. Við leystum vandamálin sem við þurftum að takast á við mjög vel.“ Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiks en Einar var hræddari við liðið fyrir vikið. „Ég var hræddari við stöðuna í rauninni. Hún var geggjuð í fyrri hálfleik og tekur mikið til sín og skorar mikið en aðrar vissu að þær þurftu að stíga upp og gerðu það margar. Þá urðu þær hættulegar.“ Einar var afar ánægður með hvernig hans lið svaraði eftir að Keflavík minnkaði muninn niður í fjögur stig undir lokin. „Við sýndum flotta yfirvegun, vorum skynsamar og nýttum okkar styrkleika. Við fórum í þau svæði sem við vissum að við ættum að ráðast á og gerðum það vel,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira