Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 08:18 Spaug í garð Donald Trump hefur kostað Goff starfið. Getty/Belinda Jiao Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti. Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti.
Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira