Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. mars 2025 15:06 Sakborningar hryðjuverkamálsins Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson við meðferð málsins í héraðsdómi. Þeir voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag. Vísir/Hulda Margrét Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Næsta skref að smíða bótakröfu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir niðurstöðu í málinu fullnaðarsigur. Næstu skref umbjóðanda hans séu að smíða bótakröfu á hendur ríkinu. Ertu með einhverja tölu í huga? „Það verður hærra en sjö stafa tala“ Of hátt reitt til höggs Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, segir ákæruvaldið hafa reitt allt of hátt til höggs í málinu. Hann fagnar því að refsing mannanna hafi verið lækkuð hvað vopnalagabrotin varðar og að þeim hafi verið gert að greiða minni hluta málsvarnarlaunanna. Vörnin hafi lagt upp með það. Tvöfaldur sigur Sindri Snær og Ísidór voru sýknaðir af ákæru fyrir hryðjuverk í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra en sakfelldir fyrir vopnalagabrot og dæmdir í 24 og átján mánaða fangelsi. Um var að ræða aðra ákæru á hendur þeim fyrir tilraun til hryðjuverka eftir að fyrri ákæru hafði verið vísað frá héraðsdómi. Í dómi héraðsdóms sagði að rétturinn teldi einhverjar líkur á því að Sindri hefði haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki lægi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hefði einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Þar sem það hefi ekki verið sannað bæri að sýkna Sindra Snæ af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór fyrir hlutdeild í ætlaðri tilraun. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum og krafðist þess fyrir Landsrétti að mennirnir yrðu sakfelldir og dæmdir til refsingar fyrir hina ætluðu tilraun til hryðjuverka. Þá krafðist Ríkissaksóknari þess að refsing vegna vopnalagabrotsins yrði staðfest. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Kópavogur Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Næsta skref að smíða bótakröfu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir niðurstöðu í málinu fullnaðarsigur. Næstu skref umbjóðanda hans séu að smíða bótakröfu á hendur ríkinu. Ertu með einhverja tölu í huga? „Það verður hærra en sjö stafa tala“ Of hátt reitt til höggs Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, segir ákæruvaldið hafa reitt allt of hátt til höggs í málinu. Hann fagnar því að refsing mannanna hafi verið lækkuð hvað vopnalagabrotin varðar og að þeim hafi verið gert að greiða minni hluta málsvarnarlaunanna. Vörnin hafi lagt upp með það. Tvöfaldur sigur Sindri Snær og Ísidór voru sýknaðir af ákæru fyrir hryðjuverk í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra en sakfelldir fyrir vopnalagabrot og dæmdir í 24 og átján mánaða fangelsi. Um var að ræða aðra ákæru á hendur þeim fyrir tilraun til hryðjuverka eftir að fyrri ákæru hafði verið vísað frá héraðsdómi. Í dómi héraðsdóms sagði að rétturinn teldi einhverjar líkur á því að Sindri hefði haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki lægi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hefði einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Þar sem það hefi ekki verið sannað bæri að sýkna Sindra Snæ af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór fyrir hlutdeild í ætlaðri tilraun. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum og krafðist þess fyrir Landsrétti að mennirnir yrðu sakfelldir og dæmdir til refsingar fyrir hina ætluðu tilraun til hryðjuverka. Þá krafðist Ríkissaksóknari þess að refsing vegna vopnalagabrotsins yrði staðfest.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Kópavogur Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15
Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11