FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 15:01 Lionel Messi með HM-styttuna eftir að Argentína vann síðasta 32 þjóða mótið, í Katar 2022. Getty/Marc Atkins Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030. Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira