Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 6. mars 2025 15:32 Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar