Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 6. mars 2025 15:32 Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun