Þetta staðfestir Sunna Ósk í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sunna Ósk væri að vinna uppsagnarfrest á Heimildinni.
Sunna Ósk hefur lengi starfað í blaðamennsku en hún hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1999. Hún gegndi stöðu fréttastjóra á blaðinu á árunum 2008 til 2012 og svo fréttastjóra á mbl.is til ársins 2016.
Sunna Ósk er landfræðingur að mennt og hefur á blaðamannaferli sínum mikið skrifað um umhverfismál. Þannig hefur hún þrívegis hlotið Blaðamannaverðlaun Íslands; fyrir skrif um Landspítalann árið 2005, málefni flóttamanna árið 2015 og svo nýtingu náttúruauðlinda árið 2017.
Greint var frá því fyrr í vikunni að Sunna Ósk hafi ásamt Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni verið tilnefnd fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar sínar um fyrirtækið Running Tide.