Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 13:00 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir félagið hafa skilað inn um sögn um fyrirhugaðar breytingar á frumvarpinu í gær. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. Morgunblaðið birti í dag fréttaskýringu þar sem rakið er að Logi Einarsson menningarmálaráðherra hafi snemma í janúar lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi þar sem lagt var til að stuðningur við fjölmiðla héldist óbreyttur til eins árs. Í febrúar hafi hins vegar verið boðað að hámarksstyrkir til fjölmiðla yrðu lækkaðir, en þær breytingar myndu aðeins snerta Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Sýn, sem heldur úti Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Í millitíðinni hóf Morgunblaðið að fjalla um styrki hins opinbera til Flokks fólksins og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagðist í kjölfarið telja að endurskoða þyrfti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar styrki til flokksins. Gagnrýna breytinguna Blaðamannafélag Íslands skilaði umsögn í gær um hina fyrirhuguðu breytingu í gær, þar sem kallað var eftir skýrari rökstuðningi. „Þar gagnrýndum við þessa breytingu. Okkur finnst mjög ógagnsætt hverju hún á að skila og hvers vegna er verið að lækka þetta þak til eins árs þegar er búið að boða breytingar á aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum og þar á meðal þessum fjölmiðlastyrkjum á næsta ári,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún ætli þó ekki að gera ráðherra það upp að ráðast í breytingarnar vegna umfjöllunar Morgunblaðsins. „Þó að Sigurjón Þórðarson hafi nú hótað þessu þá hef ég bara meiri trú á Loga Einarssyni og þessari ríkisstjórn í heild sinni en það, enda væri það grafalvarlegt mál. Á hinn bóginn finnst mér að þau þurfi að koma fram og útskýra betur hvað þarna býr að baki,“ segir Sigríður Dögg. Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn varaformaður.Vísir/Vilhelm Þörf á réttlátu samkeppnisumhverfi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið vekja upp grunsemdir meðal stjórnarandstöðuliða, um að stefnubreytingin helgist af afstöðu Sigurjóns til fjölmiðlastyrkja. „Þá ætlar ríkisstjórnin greinilega að fara að lækka styrkina til ákveðinna fjölmiðla sem þeim finnst óþægilegur ljár í þúfu,“ segir Jens Garðar. Hann telur kerfið einfaldlega vera gallað. „Það að stjórnmálamenn hafi þetta vald til þess að annað hvort gefa í eða draga úr fjárveitingum til fjölmiðla eftir eigin geðþótta, í staðinn fyrir að búinn sé til sá jarðvegur – eins og ég var að ræða við ráðherra í gær í þinginu – að það sé sá jarðvegur fyrir henda sem að skapar réttlátt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla á Íslandi,“ segir Jens Garðar Helgason. Logi Einarsson menningarráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegisfréttir. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Morgunblaðið birti í dag fréttaskýringu þar sem rakið er að Logi Einarsson menningarmálaráðherra hafi snemma í janúar lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi þar sem lagt var til að stuðningur við fjölmiðla héldist óbreyttur til eins árs. Í febrúar hafi hins vegar verið boðað að hámarksstyrkir til fjölmiðla yrðu lækkaðir, en þær breytingar myndu aðeins snerta Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Sýn, sem heldur úti Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Í millitíðinni hóf Morgunblaðið að fjalla um styrki hins opinbera til Flokks fólksins og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagðist í kjölfarið telja að endurskoða þyrfti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar styrki til flokksins. Gagnrýna breytinguna Blaðamannafélag Íslands skilaði umsögn í gær um hina fyrirhuguðu breytingu í gær, þar sem kallað var eftir skýrari rökstuðningi. „Þar gagnrýndum við þessa breytingu. Okkur finnst mjög ógagnsætt hverju hún á að skila og hvers vegna er verið að lækka þetta þak til eins árs þegar er búið að boða breytingar á aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum og þar á meðal þessum fjölmiðlastyrkjum á næsta ári,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún ætli þó ekki að gera ráðherra það upp að ráðast í breytingarnar vegna umfjöllunar Morgunblaðsins. „Þó að Sigurjón Þórðarson hafi nú hótað þessu þá hef ég bara meiri trú á Loga Einarssyni og þessari ríkisstjórn í heild sinni en það, enda væri það grafalvarlegt mál. Á hinn bóginn finnst mér að þau þurfi að koma fram og útskýra betur hvað þarna býr að baki,“ segir Sigríður Dögg. Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn varaformaður.Vísir/Vilhelm Þörf á réttlátu samkeppnisumhverfi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið vekja upp grunsemdir meðal stjórnarandstöðuliða, um að stefnubreytingin helgist af afstöðu Sigurjóns til fjölmiðlastyrkja. „Þá ætlar ríkisstjórnin greinilega að fara að lækka styrkina til ákveðinna fjölmiðla sem þeim finnst óþægilegur ljár í þúfu,“ segir Jens Garðar. Hann telur kerfið einfaldlega vera gallað. „Það að stjórnmálamenn hafi þetta vald til þess að annað hvort gefa í eða draga úr fjárveitingum til fjölmiðla eftir eigin geðþótta, í staðinn fyrir að búinn sé til sá jarðvegur – eins og ég var að ræða við ráðherra í gær í þinginu – að það sé sá jarðvegur fyrir henda sem að skapar réttlátt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla á Íslandi,“ segir Jens Garðar Helgason. Logi Einarsson menningarráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegisfréttir.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00
Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02