Cadillac verður með lið í formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:00 Cadillac hefur tekið þátt í öðrum akstursíþróttakeppnum eins og þeirri á Daytona International Speedway. Getty/ James Gilbert Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu. Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025
Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira