„Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2025 07:03 Þorsteinn Jónsson er einn þeirra sem rætt er við í þættinum en hann var vélstjóri á Sæbjörgu. Stöð 2 Fjórtán menn komust í stórkostlega lífshættu árið 1984 þegar Sæbjörg VE frá Vestmannaeyjum varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði. „Munnvatnskirtlarnir í mér hættu að starfa – ég varð svo hræddur,“ segir Þorsteinn Árnason 2. vélstjóri sem var einn skipbrotsmannanna. Þetta kemur fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Áhöfn Sæbjargar VE bjargað „Maður hugsaði heim til aðstandenda, konu og fjögurra ára sonar. Þetta leit hrikalega út,“ segir Óskar Pétur Friðriksson sem var háseti á Sæbjörginni. Útgerðarmaður skipsins, Theodór Ólafsson vélstjóri var hér að lenda í sínum fjórða skipskaða á ævinni. Björgunarmaður lagði líf sitt í hættu Björgunarsveitarmönnum leist ekki á blikuna þegar þeir komu á vettvang og sáu að Sæbjörgina var að reka upp í klettana í haugabrimi. Þegar Sæbjörgin strandaði svo á skeri hentist skipið til og frá þannig að menn stóðu vart í fæturna. Þegar áhöfn Sæbjargar var að skjóta línu í land til að hægt yrði að koma upp björgunarstól, stóð Guðlaugur Vilhjálmsson, 29 ára félagi í Björgunarsveit Hornafjarðar, reiðubúinn að henda sér út í brimið til að ná endanum. Hann lagði líf sitt í hættu: „Þegar skipbrotsmennirnir skutu í þriðja skiptið sá ég að línan lenti í klettunum í skerinu en spottinn var í sjó. Það voru 100 metrar í endann. Ég hljóp af stað.“ Nú kom stór og þung alda, tugir tonna, og var að kaffæra skerið þar sem Guðlaugur var. En hann var harðákveðinn í að ná endanum. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði.Stöð 2 „Ég vissi hvar hann var, lokaði augunum og skutlaði mér á kaf í ölduna. Þó að ég sæi ekki neitt þegar ég var kominn á kaf tókst mér að fálma mig eftir línunni og ná endanum. Fötin mín fylltust öll af sandi, sjórinn smaug alls staðar inn á mig og fór líka í augun.“ Útkall Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Áhöfn Sæbjargar VE bjargað „Maður hugsaði heim til aðstandenda, konu og fjögurra ára sonar. Þetta leit hrikalega út,“ segir Óskar Pétur Friðriksson sem var háseti á Sæbjörginni. Útgerðarmaður skipsins, Theodór Ólafsson vélstjóri var hér að lenda í sínum fjórða skipskaða á ævinni. Björgunarmaður lagði líf sitt í hættu Björgunarsveitarmönnum leist ekki á blikuna þegar þeir komu á vettvang og sáu að Sæbjörgina var að reka upp í klettana í haugabrimi. Þegar Sæbjörgin strandaði svo á skeri hentist skipið til og frá þannig að menn stóðu vart í fæturna. Þegar áhöfn Sæbjargar var að skjóta línu í land til að hægt yrði að koma upp björgunarstól, stóð Guðlaugur Vilhjálmsson, 29 ára félagi í Björgunarsveit Hornafjarðar, reiðubúinn að henda sér út í brimið til að ná endanum. Hann lagði líf sitt í hættu: „Þegar skipbrotsmennirnir skutu í þriðja skiptið sá ég að línan lenti í klettunum í skerinu en spottinn var í sjó. Það voru 100 metrar í endann. Ég hljóp af stað.“ Nú kom stór og þung alda, tugir tonna, og var að kaffæra skerið þar sem Guðlaugur var. En hann var harðákveðinn í að ná endanum. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði.Stöð 2 „Ég vissi hvar hann var, lokaði augunum og skutlaði mér á kaf í ölduna. Þó að ég sæi ekki neitt þegar ég var kominn á kaf tókst mér að fálma mig eftir línunni og ná endanum. Fötin mín fylltust öll af sandi, sjórinn smaug alls staðar inn á mig og fór líka í augun.“
Útkall Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira