Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 12:12 Baldvin Þór Magnússon hefur verið í fantaformi fyrstu mánuði ársins. FRÍ Baldvin Þór Magnússon varð að sætta sig við níunda sæti í sínum riðli í 3.000 metra hlaupi á EM innanhúss í Apeldoorn í Hollandi í dag. Hann fer því ekki í úrslit en þangað komust sex fremstu hlaupararnir. Baldvin tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi og leiddi hlaupið þar til að rúmir 800 metrar voru eftir en færðist þá aftar í þéttum hópi manna. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, þrefaldur Evrópumeistari innanúss í greininni, beið hins vegar aftastur þar til að 400 metrar voru eftir og þá virtist Baldvin farinn að stífna upp. Ingebrigtsen náði strax forystunni en Baldvin færðist aftur í 9. sæti fyrir lokahringinn, síðustu 200 metrana, og hann endaði í því sæti. Baldvin kom í mark á 7:58,56 mínútum en Íslandsmet hans frá því í Finnlandi í febrúar er 7:39,94 mínútur og fyrra met hans, sem hann setti í Sheffield í janúar, er 7:45,11 mínútur. Ingebrigtsen kom af öryggi fyrstur í mark á 7:55,32 og allt bendir til sigurs hans í úrslitahlaupinu á morgun. Sjötti og síðasti maður inn í úrslitin úr riðli Baldvins var heimamaðurinn Niels Laros á 7:56,40. Í fyrri undanriðlinum endaði eldri bróðir Jakobs, Filip Ingebrigtsen, 2/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslitin. Þar varð Portúgalinn Miguel Moreia í 6. sæti á 7:51,74 mínútum en George Mills frá Bretlandi fremstur á 7:50,87. Í heildina varð Baldvin í 20. sæti af 23 keppendum. Þar með hafa Íslendingarnir þrír lokið keppni á EM. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í 16. sæti í kúluvarpi og Daníel Ingi Egilsson í 16. sæti í langstökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22 Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Baldvin tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi og leiddi hlaupið þar til að rúmir 800 metrar voru eftir en færðist þá aftar í þéttum hópi manna. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, þrefaldur Evrópumeistari innanúss í greininni, beið hins vegar aftastur þar til að 400 metrar voru eftir og þá virtist Baldvin farinn að stífna upp. Ingebrigtsen náði strax forystunni en Baldvin færðist aftur í 9. sæti fyrir lokahringinn, síðustu 200 metrana, og hann endaði í því sæti. Baldvin kom í mark á 7:58,56 mínútum en Íslandsmet hans frá því í Finnlandi í febrúar er 7:39,94 mínútur og fyrra met hans, sem hann setti í Sheffield í janúar, er 7:45,11 mínútur. Ingebrigtsen kom af öryggi fyrstur í mark á 7:55,32 og allt bendir til sigurs hans í úrslitahlaupinu á morgun. Sjötti og síðasti maður inn í úrslitin úr riðli Baldvins var heimamaðurinn Niels Laros á 7:56,40. Í fyrri undanriðlinum endaði eldri bróðir Jakobs, Filip Ingebrigtsen, 2/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslitin. Þar varð Portúgalinn Miguel Moreia í 6. sæti á 7:51,74 mínútum en George Mills frá Bretlandi fremstur á 7:50,87. Í heildina varð Baldvin í 20. sæti af 23 keppendum. Þar með hafa Íslendingarnir þrír lokið keppni á EM. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í 16. sæti í kúluvarpi og Daníel Ingi Egilsson í 16. sæti í langstökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22 Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22
Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15