Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. mars 2025 15:01 Vilhjálmur spyr hvort 170 prósent hækkun launa á þremur árum sé í anda félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar, sem flokkur hennar kenni sig við. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi. Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi.
Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira