Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. mars 2025 15:01 Vilhjálmur spyr hvort 170 prósent hækkun launa á þremur árum sé í anda félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar, sem flokkur hennar kenni sig við. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi. Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi.
Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira