Liverpool lagði París Saint-Germain í liðinni viku í París í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool vann 1-0 sigur en markvörðurinn Alisson átti stórleik í markinu.
Slot gat vart beðið um betri andstæðing heldur en botnlið ensku úrvalsdeildarinnar á milli leikja gegn Parísarliðinu. Það var hins vegar eins og leikmenn toppliðsins héldu að þetta kæmi að sjálfum sér.
„Það eru einkenni góðra liða að þau geti unnið leiki á mismunandi hátt. Þetta var slök frammistöðu í fyrri hálfleik, ekki eingöngu vegna spilamennskunnar heldur einnig vegna þeirrar orku sem við komum inn í leikinn með. Það eina góða við fyrstu 45 mínútur leiksins var að leikmenn spöruðu orku sína fyrir leikinn gegn PSG og hlupu ekki neitt.“
„Ég veit að leikmennirnir eru færir um að gera miklu miklu betur. Ég býst við því frá þeim í hverri viku. Þeir spiluðu ekki af þeim krafti sem ég er vanur að sjá.“
„Sem stendur er forystan 16 stig en hún getur verði komin niður í sjö stig þegar við mætum Everton eftir nokkrar vikur,“ sagði Slot að endingu en Arsenal – liðið í 2. sæti deildarinnar – á tvo leiki til góða á toppliðið og leikur þrívegis áður en Liverpool mætir Everton.