Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barcelona birti á samfélagsmiðlum sínum. Upphaflega var leiknum frestað um 20 mínútur en síðar var staðfest að ekki yrði spilað í kvöld.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 8, 2025
Í yfirlýsingu Barcelona segir að Garcia hafi látist í kvöld og því sé leiknum gegn Osasuna frestað um óákveðinn tíma. Félagið sendir þá fjölskyldu og vinum Garcia sínar dýpstu samúðarkveðjur.
Barcelona er sem stendur á toppi La Liga með 57 stig, stigi meira en Atlético Madríd og þremur meira en Spánarmeistarar Real Madríd.