Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 22:31 Declan Rice skoraði mark Arsenal í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira