Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar 10. mars 2025 12:16 Sagan sýnir að við höfum farið ránshendi um sjávarauðlindir okkar, og það er enga beytingu að sjá. Við höfum klárað nokkra nytjastofna; eins og humarinn, hörpuskelina, lúðu má ekki veiða lengur, hlýri er sjaldséður hvað þá skötuselur. Allir helstu botnfiskstofnar eru ekki svipur hjá sjón, botnfiskaflinn um eða innan við helmingur af því sem áður var. Loðnubrestur er ekki fréttnæmur lengur, og við kennum öllu öðru um en umgengni okkar um auðlindina. Sagan mun ekki fara mjúkum höndum um okkur. Þegar maður var polli, fór maður niður á bryggju og húkkaði fyrst einn kola til beitu. Síðan tók maður nokkra marhnúta, hrækti upp í þá og sleppti, til að tryggja að veiðin þann daginn gengi vel. Reiðhjólagjörðin var græjuð sem háfur, og þá gat maður veitt ufsa eins og maður hafði kraft til. Loðna gekk inn í höfnina, og trillukarlar græuðu sér nótarræfil og fylltu trillur sínar, marg oft. Það kom fyrir að höfnin fylltist af smokkfisk, og við pollarnir komum heim bleksvartir. Höfnin, iðaði af lífi hvort sem var á landi eða í sjónum. Nú fer maður niður á bryggju og það er hvorki líf á byggjunni né í sjónum. Mun líklegra að sjá ryðgaða reiðhjólagjörð í sjónum en fiskisporð. Langtíma áætlanir eru ekki til. Það á að hagnast á sem mest á sem skemmstum tíma. Afkomendur okkar munu þurfa láta sér nægja að heyra sögurnar af mokfiskiríi og sögunum þegar bátar komu með fullar lestar af óslitnum humri. Við eru „sjóræningjar“ 21. aldarinnar. Hélstu að ráðgjöf um loðnuveiðar væri byggð á vísindum? Ó nei, allt í plati. Frá því um 1979 hefur Hafró mælt stærð loðnustofnsins, þá og fram til 2015, voru 400 þús tonn af loðnu „skilin eftir“ til hrygningar og afráns. Ég hélt að þessi tala væri eitthvað sem fiskifræðingar hefðu reiknað sig niður á. En nei, Hjálmar Vilhjálmsson (heitinn) fiskifræðingur skrifaði: „Snemma var sú ákvörðun tekin að óvarlegt væri að ganga nær stofninum en svo að 400 þúsund tonn fengju að hrygna að veiðum loknum……… Að baki þessari ákvörðun eru ekki vísindalegar forsendur, enda hefur ekki fundist áþreifanlegt samband milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar” Nei, það hefur ekki verið vísindalega sannað að stór hrygningastofn gefi fleiri loðnur af sér en minni stofn. Það er ekki allra að skilja vísindin. ICES(Alþjóðahafrannsóknarráðið) í samvinnu við Hafró, breytti stofnstærðarmælingum árið 2015. Í stað þess að skilja eftir 400 þús tonn, eru nú skilin eftir 150 þús tonn. Aðferðarræðinni var breytt, og er ekki samanburðarhæf við þá sem notuð var áður. Nýja formúlan er með mörgum breytum og forsendum, sem eiga að gefa nákvæmari mynd en áður. Samt er loðnubrestur viðvarandi vandamál. Loðnan er ekkert venjulegur fiskur. Án hennar; er leikurinn tapaður. Það er ekki til sá fiskifræðingur sem ekki talar um mikilvægi loðnunnar fyrir vistkerfi hafsins. Ung fer hún í kalda sjóinn fyrir “norðan” land, alveg að ísröndinni. Þar hámar hún í sig próteinríkt plöntu-og dýrasvif, ljósátu og fleiri smákrabbadýr. Hún gengur síðan á miðin hér við land stútfull af próteini. Birtist sem aðalrétturinn á hlaðborði botnfiska, sjávarspendýra og sjófugla. Þannig flytur hún gífurlega orku úr kalda hafinu yfir í gjöful fiskimið okkar. Eitthvað sem hún hefur gert í aldanna rás. Engin önnur fiskitegund getur tekið hennar hlutverk í N-Atlantshafi. Okkar verðmætasti nytjafiskur; þorskurinn er háður loðnuáti. Þyngd og þroski 6-8 ára þorsks, sveiflast með magni loðnu í sjónum. Munað getur um og yfir 30% á þyngd 6 ára þorsks, sé loðnumagn ekki nægt. Hið mikla magn loðnu, , virkar sem orkumikill áburður er hún fellur dauð til botns og kveikir líf. Þannig flytur hún undirstöðu sjávarlífs niður í hafdjúpið. Mikilvægi hennar í vistkerfinu við landið verður varla lýst. Því er stóra spurningin: Af hverju telja fiskifræðingar, að það sé auðlindinni til góðs að hundelta og moka upp eldsneytinu sem heldur sjávarlífinu gangandi; amk því sem okkur skiptir mestu. Að pissa í skóinn sinn - Er gamall málsháttur sem lýsir vel þeirri aðferðarfræði sem notuð er við nýtingu sjávarauðlinda hér. Það er skammgóður vermir að fá volgt hlandið í ískaldann skóinn. Frá því loðnuveiðar hófust hafa verið veidd um 35 milljónir tonna af loðnu hér á miðunum. Ég hafði ekki hugsað út í hversu mikið af loðnuhrognum hafði verið flutt út, fyrr en góður maður sem lýst ekkert á þróun mála, nefndi það við mig. Samkvæmt Hagstofnunni hafa verið flutt út 248.632 tonn til ársins 2023 af loðnuhrognum. Það er ekki flókin stærðfræði að reikna út, hversu margar loðnur, eintaklingar, allt þetta hrognamagn gæti hafa gefið af sér, hefði náttúran ráðið. Forsendur útreikningana má finna hér neðan máls, fyrir áhugasama.* Miðað við það sem vitað er um hrygningu, fjölda eggja í hrognum, þyngd hrogna og lífslíkur, má reikna dæmið til enda. Snúnasta breytan eru lífslíkurnar, en eðlinu samkvæmt eru þessar líkur mjög breytilegar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem gervigreindin gefur; sem er væntanlega samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á vefnum; eru lífslíkur frá klaki 10-20%. Það hlutfall hljómar full hátt, svo ég notaði 1%, taldi það vart geta verið lægra. Samkvæmt því gæfu þessi frystu hrogn af sér að lágmarki 89.500.000 tonn – tæpar 90 milljónir tonna af loðnu, eða allt að 3x það magn sem hefur verið veitt frá því loðnuveiðar hófust. Þetta magn væri ígildi um 120 góðra loðnuvertíða (m.v. nútíma hugsun) Vistkerfið hefur þannig misst úr lífmassa upp á amk 120.000.000 – 120 milljónir tonna, hefði maðurinn ekki gripið inn í. Lífmassi sem er grundvöllur heilbrigðra nytjafiskstofna og vistkerfi sjávar. Stefnan er á allsherjar hrun í sjávarútveg. Vaknið. Í fyrri greinum mínum, hef ég nefnt hversu illa hefur gengið að byggja upp fiskstofna. Líklega er Hafró fjarri því að vera sátt við árangur fiskveiðistjórnunarkerfisins og af eign ráðgjöf. Heilu nytjastofnarnir hafa hreinlega horfið eða vera eytt. Í ljósi þess, og sögu veiðiráðgjafar, er hreint ótrúlegt að enn sé gengið svo hart fram við loðnuveiðar. Náttúran sjálf er að senda frá sér ótal viðvaranir, um að allt sé ekki með feldu. Loðnubrestur og minnkun fiskistofna, ætti að vera meira en nægar ástæður til að staldra við. Staða okkar helstu sjávarauðlinda hefur versnað ár frá ári, en stefnan er óbreytt. Áfram fulla ferð; þetta reddast. Mér þykir það þunnt, að kenna öllum öðrum umhverfisþáttum um, en beinni aðkomu mannsins. Framundan eru miklar breytingar. Rannsóknir eru ekki hliðhollar togveiðarfærum. Sá tími kann að koma að almenningsálitið mun snúast gegn þeim, og gera þannig nær ómögulegt að selja afla sem fæst með þeim. Það er yfirleitt ekki vænlegt til árangurs, ef maður vill láta taka sig alvarlega að vera með stórryrði. En það eru ekki til nein pen orð yfir ástandið. Hrynji loðnustofninn endalega; fylgir okkar verðmætasti nytjastofn í kjölfarið og fleiri botnfiskar sem byggja sína viðkomu á loðnu. Fiskimiðin voru full af fisk. Nú sprettur fram tillaga á þingi um rannsóknir á loðnuáti hnúfubaks. Og, hvað ætla menn að gera við niðurstöður úr slíkri rannsókn? Fara í stórfellt hvaladráp ? Vert er að minnast aftur á nýja rannsókn fræðimanna við Háskóla Íslands, um ástand þorskstofnsins upp úr landnámi. Sú rannsókn sýnir að fiskimiðin hér við land voru full af fiski; þorskstofninn hefði þolað milljón tonna kvóta, án þess að ganga á hann. Þá var hafið fullt af hvölum; en reyndar engar loðnuveiðar. Kannski væri ráð að draga úr veiðum þorsks á hrygningarslóðum og hætta loðnuveiðum, amk tímabundið. Fá langtíma hugsun í nýtingu sjávarauðinda. Slíkt er mun vænna til uppbyggingar fiskistofna, og sjávarútveginum heillavænna til framtíðar. Í lokin er hér bein tilvitnun frá fiskifræðingi á vegum Hafró; sem mér finnst kristalla furðulega rökfærslu í fræðunum sem stunduð eru. Það er allt rangt við þessa hugsun. Þetta gullkorn féll fyrir nokkrum árum: “Þorskstofninn hefur verið í lægð um árabil, en er nú að byrja að ná sér á strik. Sennilega verður að draga úr loðnuveiðum, frá því sem nú er þegar þorskstofninn hefur náð að rétta betur úr kútnum” Höfundur er útgerðartæknir. *forsendur: Hvert hrogn 10 gr (15-20 gr). Fjöldi eggja í hrogni 9000stk ( 7000-12000), lífslíkur 1%, þyngd loðnu 40 grömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan sýnir að við höfum farið ránshendi um sjávarauðlindir okkar, og það er enga beytingu að sjá. Við höfum klárað nokkra nytjastofna; eins og humarinn, hörpuskelina, lúðu má ekki veiða lengur, hlýri er sjaldséður hvað þá skötuselur. Allir helstu botnfiskstofnar eru ekki svipur hjá sjón, botnfiskaflinn um eða innan við helmingur af því sem áður var. Loðnubrestur er ekki fréttnæmur lengur, og við kennum öllu öðru um en umgengni okkar um auðlindina. Sagan mun ekki fara mjúkum höndum um okkur. Þegar maður var polli, fór maður niður á bryggju og húkkaði fyrst einn kola til beitu. Síðan tók maður nokkra marhnúta, hrækti upp í þá og sleppti, til að tryggja að veiðin þann daginn gengi vel. Reiðhjólagjörðin var græjuð sem háfur, og þá gat maður veitt ufsa eins og maður hafði kraft til. Loðna gekk inn í höfnina, og trillukarlar græuðu sér nótarræfil og fylltu trillur sínar, marg oft. Það kom fyrir að höfnin fylltist af smokkfisk, og við pollarnir komum heim bleksvartir. Höfnin, iðaði af lífi hvort sem var á landi eða í sjónum. Nú fer maður niður á bryggju og það er hvorki líf á byggjunni né í sjónum. Mun líklegra að sjá ryðgaða reiðhjólagjörð í sjónum en fiskisporð. Langtíma áætlanir eru ekki til. Það á að hagnast á sem mest á sem skemmstum tíma. Afkomendur okkar munu þurfa láta sér nægja að heyra sögurnar af mokfiskiríi og sögunum þegar bátar komu með fullar lestar af óslitnum humri. Við eru „sjóræningjar“ 21. aldarinnar. Hélstu að ráðgjöf um loðnuveiðar væri byggð á vísindum? Ó nei, allt í plati. Frá því um 1979 hefur Hafró mælt stærð loðnustofnsins, þá og fram til 2015, voru 400 þús tonn af loðnu „skilin eftir“ til hrygningar og afráns. Ég hélt að þessi tala væri eitthvað sem fiskifræðingar hefðu reiknað sig niður á. En nei, Hjálmar Vilhjálmsson (heitinn) fiskifræðingur skrifaði: „Snemma var sú ákvörðun tekin að óvarlegt væri að ganga nær stofninum en svo að 400 þúsund tonn fengju að hrygna að veiðum loknum……… Að baki þessari ákvörðun eru ekki vísindalegar forsendur, enda hefur ekki fundist áþreifanlegt samband milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar” Nei, það hefur ekki verið vísindalega sannað að stór hrygningastofn gefi fleiri loðnur af sér en minni stofn. Það er ekki allra að skilja vísindin. ICES(Alþjóðahafrannsóknarráðið) í samvinnu við Hafró, breytti stofnstærðarmælingum árið 2015. Í stað þess að skilja eftir 400 þús tonn, eru nú skilin eftir 150 þús tonn. Aðferðarræðinni var breytt, og er ekki samanburðarhæf við þá sem notuð var áður. Nýja formúlan er með mörgum breytum og forsendum, sem eiga að gefa nákvæmari mynd en áður. Samt er loðnubrestur viðvarandi vandamál. Loðnan er ekkert venjulegur fiskur. Án hennar; er leikurinn tapaður. Það er ekki til sá fiskifræðingur sem ekki talar um mikilvægi loðnunnar fyrir vistkerfi hafsins. Ung fer hún í kalda sjóinn fyrir “norðan” land, alveg að ísröndinni. Þar hámar hún í sig próteinríkt plöntu-og dýrasvif, ljósátu og fleiri smákrabbadýr. Hún gengur síðan á miðin hér við land stútfull af próteini. Birtist sem aðalrétturinn á hlaðborði botnfiska, sjávarspendýra og sjófugla. Þannig flytur hún gífurlega orku úr kalda hafinu yfir í gjöful fiskimið okkar. Eitthvað sem hún hefur gert í aldanna rás. Engin önnur fiskitegund getur tekið hennar hlutverk í N-Atlantshafi. Okkar verðmætasti nytjafiskur; þorskurinn er háður loðnuáti. Þyngd og þroski 6-8 ára þorsks, sveiflast með magni loðnu í sjónum. Munað getur um og yfir 30% á þyngd 6 ára þorsks, sé loðnumagn ekki nægt. Hið mikla magn loðnu, , virkar sem orkumikill áburður er hún fellur dauð til botns og kveikir líf. Þannig flytur hún undirstöðu sjávarlífs niður í hafdjúpið. Mikilvægi hennar í vistkerfinu við landið verður varla lýst. Því er stóra spurningin: Af hverju telja fiskifræðingar, að það sé auðlindinni til góðs að hundelta og moka upp eldsneytinu sem heldur sjávarlífinu gangandi; amk því sem okkur skiptir mestu. Að pissa í skóinn sinn - Er gamall málsháttur sem lýsir vel þeirri aðferðarfræði sem notuð er við nýtingu sjávarauðlinda hér. Það er skammgóður vermir að fá volgt hlandið í ískaldann skóinn. Frá því loðnuveiðar hófust hafa verið veidd um 35 milljónir tonna af loðnu hér á miðunum. Ég hafði ekki hugsað út í hversu mikið af loðnuhrognum hafði verið flutt út, fyrr en góður maður sem lýst ekkert á þróun mála, nefndi það við mig. Samkvæmt Hagstofnunni hafa verið flutt út 248.632 tonn til ársins 2023 af loðnuhrognum. Það er ekki flókin stærðfræði að reikna út, hversu margar loðnur, eintaklingar, allt þetta hrognamagn gæti hafa gefið af sér, hefði náttúran ráðið. Forsendur útreikningana má finna hér neðan máls, fyrir áhugasama.* Miðað við það sem vitað er um hrygningu, fjölda eggja í hrognum, þyngd hrogna og lífslíkur, má reikna dæmið til enda. Snúnasta breytan eru lífslíkurnar, en eðlinu samkvæmt eru þessar líkur mjög breytilegar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem gervigreindin gefur; sem er væntanlega samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á vefnum; eru lífslíkur frá klaki 10-20%. Það hlutfall hljómar full hátt, svo ég notaði 1%, taldi það vart geta verið lægra. Samkvæmt því gæfu þessi frystu hrogn af sér að lágmarki 89.500.000 tonn – tæpar 90 milljónir tonna af loðnu, eða allt að 3x það magn sem hefur verið veitt frá því loðnuveiðar hófust. Þetta magn væri ígildi um 120 góðra loðnuvertíða (m.v. nútíma hugsun) Vistkerfið hefur þannig misst úr lífmassa upp á amk 120.000.000 – 120 milljónir tonna, hefði maðurinn ekki gripið inn í. Lífmassi sem er grundvöllur heilbrigðra nytjafiskstofna og vistkerfi sjávar. Stefnan er á allsherjar hrun í sjávarútveg. Vaknið. Í fyrri greinum mínum, hef ég nefnt hversu illa hefur gengið að byggja upp fiskstofna. Líklega er Hafró fjarri því að vera sátt við árangur fiskveiðistjórnunarkerfisins og af eign ráðgjöf. Heilu nytjastofnarnir hafa hreinlega horfið eða vera eytt. Í ljósi þess, og sögu veiðiráðgjafar, er hreint ótrúlegt að enn sé gengið svo hart fram við loðnuveiðar. Náttúran sjálf er að senda frá sér ótal viðvaranir, um að allt sé ekki með feldu. Loðnubrestur og minnkun fiskistofna, ætti að vera meira en nægar ástæður til að staldra við. Staða okkar helstu sjávarauðlinda hefur versnað ár frá ári, en stefnan er óbreytt. Áfram fulla ferð; þetta reddast. Mér þykir það þunnt, að kenna öllum öðrum umhverfisþáttum um, en beinni aðkomu mannsins. Framundan eru miklar breytingar. Rannsóknir eru ekki hliðhollar togveiðarfærum. Sá tími kann að koma að almenningsálitið mun snúast gegn þeim, og gera þannig nær ómögulegt að selja afla sem fæst með þeim. Það er yfirleitt ekki vænlegt til árangurs, ef maður vill láta taka sig alvarlega að vera með stórryrði. En það eru ekki til nein pen orð yfir ástandið. Hrynji loðnustofninn endalega; fylgir okkar verðmætasti nytjastofn í kjölfarið og fleiri botnfiskar sem byggja sína viðkomu á loðnu. Fiskimiðin voru full af fisk. Nú sprettur fram tillaga á þingi um rannsóknir á loðnuáti hnúfubaks. Og, hvað ætla menn að gera við niðurstöður úr slíkri rannsókn? Fara í stórfellt hvaladráp ? Vert er að minnast aftur á nýja rannsókn fræðimanna við Háskóla Íslands, um ástand þorskstofnsins upp úr landnámi. Sú rannsókn sýnir að fiskimiðin hér við land voru full af fiski; þorskstofninn hefði þolað milljón tonna kvóta, án þess að ganga á hann. Þá var hafið fullt af hvölum; en reyndar engar loðnuveiðar. Kannski væri ráð að draga úr veiðum þorsks á hrygningarslóðum og hætta loðnuveiðum, amk tímabundið. Fá langtíma hugsun í nýtingu sjávarauðinda. Slíkt er mun vænna til uppbyggingar fiskistofna, og sjávarútveginum heillavænna til framtíðar. Í lokin er hér bein tilvitnun frá fiskifræðingi á vegum Hafró; sem mér finnst kristalla furðulega rökfærslu í fræðunum sem stunduð eru. Það er allt rangt við þessa hugsun. Þetta gullkorn féll fyrir nokkrum árum: “Þorskstofninn hefur verið í lægð um árabil, en er nú að byrja að ná sér á strik. Sennilega verður að draga úr loðnuveiðum, frá því sem nú er þegar þorskstofninn hefur náð að rétta betur úr kútnum” Höfundur er útgerðartæknir. *forsendur: Hvert hrogn 10 gr (15-20 gr). Fjöldi eggja í hrogni 9000stk ( 7000-12000), lífslíkur 1%, þyngd loðnu 40 grömm.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun