Heiða liggur enn undir feldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira