Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 09:03 Gísli hefur gert vel á skömmum tíma í Póllandi en ljóst er að leiktíð hans er lokið. Mynd: Lech Poznan Gísli Gottskálk Þórðarson hefur farið glimrandi vel af stað hjá nýju liði í Póllandi og bankaði á dyrnar í íslenska A-landsliðinu þegar hann varð fyrir miklu áfalli. Útlit er fyrir að leiktíð hans sé lokið. Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46
Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38