Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2025 22:33 Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun