Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar 11. mars 2025 12:32 Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar. Með fyrirhuguðum breytingum á hönnunarlöggjöf opnast ný sóknarfæri m.a. á sviði stafrænnar hönnunar. Ert þú eða þín starfsemi með hönnunarmálin á hreinu? Finna má hönnun allt í kringum okkur. Sem dæmi gæti það verið stóllinn sem þú situr á, lampinn á borðinu þínu, umbúðirnar utan af uppáhalds súkkulaðinu þínu eða lögun súkkulaðisins sjálfs. Það voru jafnvel ákveðnir þættir í hönnun þessara vara, t.d. lögun eða form, sem drógu þig að þeim. Vissir þú að skráð hönnun verndar einmitt þessa þætti, þ.e. sjónræn áhrif hönnunar? Hönnun er ein tegund hugverka (e. intellectual property) og hefur stundum verið nefnt „hið gleymda barn hugverkaréttinda“ þar sem systkini þess, einkum vörumerki og einkaleyfi, hljóta oft meiri athygli og umfjöllun. Hönnun er þó enginn eftirbátur systkina sinna og líkt og með aðrar tegundir hugverka getur það skipt sköpun fyrir rétthafa þeirra að rétt sé staðið að verndun þeirra frá upphafi. Af hverju að skrá hönnun? Helsta vopnið í verndun hönnunar er að fá réttindin skráð hjá Hugverkastofunni, sem er bæði einföld og hagkvæm leið. Með verndun og skráningu hönnunar skapast eignarréttur og auðveldara verður að sanna eignarhald eða sýsla með eignina á ýmsan hátt, t.d. að selja eða veita öðrum nytjaleyfi til notkunar á réttindunum. Okkur kann að þykja sjálfsagt að tryggja og skrá áþreifanlegar eignir á borð við fasteignir og bifreiðir en það er ekki síður mikilvægt að huga að vernd og skráningu óáþreifanlegra réttinda á borð við hönnun. Fáist hönnun skráð getur hún notið verndar í allt að 25 ár og skráningin veitir einkarétt til að nýta hönnunina og banna það öðrum. Þannig getur skráning skipt sköpun í að verjast ágangi annarra, þ.e. þegar aðrir nota hönnun í atvinnustarfsemi sinni án leyfis eða framleiða og selja eftirlíkingar. Slíkt getur óneitanlega haft slæm áhrif á orðspor þess sem á viðkomandi hönnun og leitt til fjárhagslegs tjóns. Ef eigandi hönnunar telur brotið á rétti sínum er fyrsta skrefið yfirleitt að benda framleiðanda eftirlíkingar á skráninguna og óska eftir að framleiðslu og sölu eftirlíkingar sé hætt. Dugi það ekki til er ráðlagt að leita til lögfræðinga sem sérhæfa sig í slíkum málum og geta, eftir atvikum, aðstoðað við að leita til dómstóla eða grípa til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari brot og mögulega krefjast skaðabóta. Ef ætlunin er að tryggja vernd hönnunarinnar erlendis er mikilvægt að huga að skráningu réttindanna þar einnig þar sem hönnunarskráning er ávallt landsbundin og skráning hér á landi veitir eingöngu rétt hér. Það er til dæmis tiltölulega einfalt og hagkvæmt að sækja um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins, EUIPO. Íslensk hönnun skilar sér ekki í skráningar eins og ætla mætti Ef rýnt er í upplýsingar um hönnunarskráningar hérlendis þá er ljóst að skráningar frá erlendum aðilum eru mun fleiri en frá innlendum aðilum. Spyrja má hvort innlendir aðilar einfaldlega viti ekki af þessari leið til að vernda hönnun. Á árunum 2018-2023 birti Hugverkastofan samtals 59 hönnunarskráningar í eigu innlendra aðila. Á sama tímabili voru birtar 462 skráningar í eigu aðila frá Sviss, Bandaríkjunum, Kína og Ítalíu, líkt og súluritið sýnir: Áhugavert er að skoða hverskonar vörur má finna í hönnunarskráningum þessara landa. Skráð hönnun svissneskra aðila er t.d. einkum klukkur, úr og pennar. Hönnun bandarískra aðila er einkum í tengslum við fjarskiptatæki og tengdan búnað, læknisfræðilegan búnað eða tæki til nota á rannsóknarstofum og glermuni til heimilisnota. Kínverskir aðilar einbeita sér hins vegar einkum að hönnun í tengslum við farartæki, parta og/eða fylgihluti þeirra en einnig ljósbúnað, s.s. lampa og loftljós. Þá eru ítalskir aðilar með áberandi fjölda af skráningum í tengslum við ljósbúnað. Örðugt er að greina ákveðna strauma eða stefnur í innlendum hönnunarskráningum en mest hefur verið um hönnun í tengslum við skartgripi, húsgögn, glermuni, fatnað, leiki/leikföng og byggingar, s.s. færanleg hús. Sóknarfæri með breyttri löggjöf Fyrirhugaðar eru breytingar á hönnunarlögum m.a. með hliðsjón af hönnunartilskipun ESB sem Ísland er skuldbundið til að innleiða. Það stendur því til að nútímavæða regluverkið og meðal væntanlegra breytinga er að hönnun mun ekki þurfa að varða eiginlega vöru og opnað verður fyrir skráningu stafrænnar hönnunar í hreyfiformi. Sem dæmi gæti innan- og utanhússhönnun í myndbandsformi mögulega orðið skráningarhæf. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í heimi hönnunar. Fyrirhugað er virkt samráðsferli um ný hönnunarlög og innleiðingu tilskipunarinnar og hvetur Hugverkastofan áhugasama til að kynna sér tilskipunina og koma gagnlegum ábendingum á framfæri svo regluverkið þjóni rétthöfum sem best. Frekari upplýsingar um hönnun og skilyrði fyrir skráningu er að finna á vef Hugverkastofunnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Tíska og hönnun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar. Með fyrirhuguðum breytingum á hönnunarlöggjöf opnast ný sóknarfæri m.a. á sviði stafrænnar hönnunar. Ert þú eða þín starfsemi með hönnunarmálin á hreinu? Finna má hönnun allt í kringum okkur. Sem dæmi gæti það verið stóllinn sem þú situr á, lampinn á borðinu þínu, umbúðirnar utan af uppáhalds súkkulaðinu þínu eða lögun súkkulaðisins sjálfs. Það voru jafnvel ákveðnir þættir í hönnun þessara vara, t.d. lögun eða form, sem drógu þig að þeim. Vissir þú að skráð hönnun verndar einmitt þessa þætti, þ.e. sjónræn áhrif hönnunar? Hönnun er ein tegund hugverka (e. intellectual property) og hefur stundum verið nefnt „hið gleymda barn hugverkaréttinda“ þar sem systkini þess, einkum vörumerki og einkaleyfi, hljóta oft meiri athygli og umfjöllun. Hönnun er þó enginn eftirbátur systkina sinna og líkt og með aðrar tegundir hugverka getur það skipt sköpun fyrir rétthafa þeirra að rétt sé staðið að verndun þeirra frá upphafi. Af hverju að skrá hönnun? Helsta vopnið í verndun hönnunar er að fá réttindin skráð hjá Hugverkastofunni, sem er bæði einföld og hagkvæm leið. Með verndun og skráningu hönnunar skapast eignarréttur og auðveldara verður að sanna eignarhald eða sýsla með eignina á ýmsan hátt, t.d. að selja eða veita öðrum nytjaleyfi til notkunar á réttindunum. Okkur kann að þykja sjálfsagt að tryggja og skrá áþreifanlegar eignir á borð við fasteignir og bifreiðir en það er ekki síður mikilvægt að huga að vernd og skráningu óáþreifanlegra réttinda á borð við hönnun. Fáist hönnun skráð getur hún notið verndar í allt að 25 ár og skráningin veitir einkarétt til að nýta hönnunina og banna það öðrum. Þannig getur skráning skipt sköpun í að verjast ágangi annarra, þ.e. þegar aðrir nota hönnun í atvinnustarfsemi sinni án leyfis eða framleiða og selja eftirlíkingar. Slíkt getur óneitanlega haft slæm áhrif á orðspor þess sem á viðkomandi hönnun og leitt til fjárhagslegs tjóns. Ef eigandi hönnunar telur brotið á rétti sínum er fyrsta skrefið yfirleitt að benda framleiðanda eftirlíkingar á skráninguna og óska eftir að framleiðslu og sölu eftirlíkingar sé hætt. Dugi það ekki til er ráðlagt að leita til lögfræðinga sem sérhæfa sig í slíkum málum og geta, eftir atvikum, aðstoðað við að leita til dómstóla eða grípa til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari brot og mögulega krefjast skaðabóta. Ef ætlunin er að tryggja vernd hönnunarinnar erlendis er mikilvægt að huga að skráningu réttindanna þar einnig þar sem hönnunarskráning er ávallt landsbundin og skráning hér á landi veitir eingöngu rétt hér. Það er til dæmis tiltölulega einfalt og hagkvæmt að sækja um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins, EUIPO. Íslensk hönnun skilar sér ekki í skráningar eins og ætla mætti Ef rýnt er í upplýsingar um hönnunarskráningar hérlendis þá er ljóst að skráningar frá erlendum aðilum eru mun fleiri en frá innlendum aðilum. Spyrja má hvort innlendir aðilar einfaldlega viti ekki af þessari leið til að vernda hönnun. Á árunum 2018-2023 birti Hugverkastofan samtals 59 hönnunarskráningar í eigu innlendra aðila. Á sama tímabili voru birtar 462 skráningar í eigu aðila frá Sviss, Bandaríkjunum, Kína og Ítalíu, líkt og súluritið sýnir: Áhugavert er að skoða hverskonar vörur má finna í hönnunarskráningum þessara landa. Skráð hönnun svissneskra aðila er t.d. einkum klukkur, úr og pennar. Hönnun bandarískra aðila er einkum í tengslum við fjarskiptatæki og tengdan búnað, læknisfræðilegan búnað eða tæki til nota á rannsóknarstofum og glermuni til heimilisnota. Kínverskir aðilar einbeita sér hins vegar einkum að hönnun í tengslum við farartæki, parta og/eða fylgihluti þeirra en einnig ljósbúnað, s.s. lampa og loftljós. Þá eru ítalskir aðilar með áberandi fjölda af skráningum í tengslum við ljósbúnað. Örðugt er að greina ákveðna strauma eða stefnur í innlendum hönnunarskráningum en mest hefur verið um hönnun í tengslum við skartgripi, húsgögn, glermuni, fatnað, leiki/leikföng og byggingar, s.s. færanleg hús. Sóknarfæri með breyttri löggjöf Fyrirhugaðar eru breytingar á hönnunarlögum m.a. með hliðsjón af hönnunartilskipun ESB sem Ísland er skuldbundið til að innleiða. Það stendur því til að nútímavæða regluverkið og meðal væntanlegra breytinga er að hönnun mun ekki þurfa að varða eiginlega vöru og opnað verður fyrir skráningu stafrænnar hönnunar í hreyfiformi. Sem dæmi gæti innan- og utanhússhönnun í myndbandsformi mögulega orðið skráningarhæf. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í heimi hönnunar. Fyrirhugað er virkt samráðsferli um ný hönnunarlög og innleiðingu tilskipunarinnar og hvetur Hugverkastofan áhugasama til að kynna sér tilskipunina og koma gagnlegum ábendingum á framfæri svo regluverkið þjóni rétthöfum sem best. Frekari upplýsingar um hönnun og skilyrði fyrir skráningu er að finna á vef Hugverkastofunnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun