Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. mars 2025 12:14 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri mættu í morgun fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að fara yfir skýrslur peningastefnunefndar Seðlabankans á síðasta ári þar sem þeir voru spurðir um möguleg áhrif boðaðra tollastríða. Ásgeir sagði áhrifin geta reynst töluverð og líkti þeim við það sem sást í Covid þegar framleiðslukeðjur rofnuðu. „Við gætum verið að sjá verð á vörum hækka á alþjóðamarkaði. Það gæti alveg haft áhrif hér. Verð á bílum hækkaði, Ísland flytur inn allar varanlegar neysluvörur eins og bíla og þvottavélar og þetta gæti allt saman hækkað.“ Tollastríð geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu og þar á meðal á Íslandi. Eftirspurn eftir vörum dragist saman auk þess sem það sem keypt sé frá útlöndum verði dýrara. Þetta geti haft áhrif á verðbólgu. „Það sem ég heyri úti, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er að seðlabankar þar eru farnir að óttast að þeir muni ekki geta lækkað meira og í Bandaríkjunum eru menn meira segja farnir að velta því fyrir sér að seðlabankinn þurfi að hækka vexti.“ Áhyggjur af ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Íslandi sé auk þess rekin áfram á bandarískum ferðamönnum að miklu leyti. „Ef það fer að verða mjög mikill óstöðugleiki í Bandaríkjunum og jafnvel kreppa að þá mun það koma fram í færri heimsóknum til okkar, og ég held að það séu þau áhrif sem við þurfum kannski helst að hafa áhyggjur af.“ Íslendingar geti reynst í erfiðri stöðu færist heimurinn að einhverju leyti úr bandalögum í tvíhliða samninga. „Öll ríki eru stór og munu beita afli gegn okkur. Fara að heimta eitthvað í staðinn, fiskveiðiheimildir, einhver réttindi eða eitthvað annað. Svo er það líka að við flytjum vörur út til ákveðinna landa og kaupum vörur frá öðrum löndum. Þannig um leið og við förum að leggjast í tvíhliða samninga og tollasamninga erum við komin aftur í kreppuna miklu þar sem við þurftum að afnema vínbann á Íslandi og kaupa Spánarvín til að geta selt saltfisk til Spánar,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn vinnur nú að greiningu á mögulegum efnahagslegum áhrifum tollastríðs á íslenskan þjóðarbúskap. Skattar og tollar Bandaríkin Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál Ferðaþjónusta Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri mættu í morgun fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að fara yfir skýrslur peningastefnunefndar Seðlabankans á síðasta ári þar sem þeir voru spurðir um möguleg áhrif boðaðra tollastríða. Ásgeir sagði áhrifin geta reynst töluverð og líkti þeim við það sem sást í Covid þegar framleiðslukeðjur rofnuðu. „Við gætum verið að sjá verð á vörum hækka á alþjóðamarkaði. Það gæti alveg haft áhrif hér. Verð á bílum hækkaði, Ísland flytur inn allar varanlegar neysluvörur eins og bíla og þvottavélar og þetta gæti allt saman hækkað.“ Tollastríð geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu og þar á meðal á Íslandi. Eftirspurn eftir vörum dragist saman auk þess sem það sem keypt sé frá útlöndum verði dýrara. Þetta geti haft áhrif á verðbólgu. „Það sem ég heyri úti, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er að seðlabankar þar eru farnir að óttast að þeir muni ekki geta lækkað meira og í Bandaríkjunum eru menn meira segja farnir að velta því fyrir sér að seðlabankinn þurfi að hækka vexti.“ Áhyggjur af ferðaþjónustu Ferðaþjónustan á Íslandi sé auk þess rekin áfram á bandarískum ferðamönnum að miklu leyti. „Ef það fer að verða mjög mikill óstöðugleiki í Bandaríkjunum og jafnvel kreppa að þá mun það koma fram í færri heimsóknum til okkar, og ég held að það séu þau áhrif sem við þurfum kannski helst að hafa áhyggjur af.“ Íslendingar geti reynst í erfiðri stöðu færist heimurinn að einhverju leyti úr bandalögum í tvíhliða samninga. „Öll ríki eru stór og munu beita afli gegn okkur. Fara að heimta eitthvað í staðinn, fiskveiðiheimildir, einhver réttindi eða eitthvað annað. Svo er það líka að við flytjum vörur út til ákveðinna landa og kaupum vörur frá öðrum löndum. Þannig um leið og við förum að leggjast í tvíhliða samninga og tollasamninga erum við komin aftur í kreppuna miklu þar sem við þurftum að afnema vínbann á Íslandi og kaupa Spánarvín til að geta selt saltfisk til Spánar,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn vinnur nú að greiningu á mögulegum efnahagslegum áhrifum tollastríðs á íslenskan þjóðarbúskap.
Skattar og tollar Bandaríkin Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál Ferðaþjónusta Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Sjá meira