Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 21:16 Stálvirkin beggja vegna Sæbrautar verða fyrst reist og svo brúin sett ofan á að næturlagi. Opna á brúna um miðjan maí fyrir gangandi og hjólandi. Betri samgöngur Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33