Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2025 23:17 Malbikið í átt að Látrabjargi endar núna í sunnanverðum Patreksfirði, skammt vestan við bæinn Hvalsker. Þar tekur við 35 kílómetra malarvegur að Bjargtöngum. Egill Aðalsteinsson Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar tunglið gengur fyrir sólina og myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Það er til marks um hvað þetta er sjaldséð fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir nærri sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allsstaðar á Íslandi í um tvær klukkustundir en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum, víðast í kringum eina mínútu. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur, í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í eina mínútu og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt suðvestan við Látrabjarg, undan Breiðafirði. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. Frá Hvallátrum.kmu En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur síðasta hlutann að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags, þegar vegurinn verður færður út fyrir þorpið, og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetrar eftir ómalbikaðir að Látrabjargi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Reykjanesbær Grundarfjörður Stykkishólmur Reykhólahreppur Bolungarvík Seltjarnarnes Grindavík Vogar Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar tunglið gengur fyrir sólina og myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Það er til marks um hvað þetta er sjaldséð fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir nærri sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allsstaðar á Íslandi í um tvær klukkustundir en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum, víðast í kringum eina mínútu. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur, í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í eina mínútu og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt suðvestan við Látrabjarg, undan Breiðafirði. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. Frá Hvallátrum.kmu En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur síðasta hlutann að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags, þegar vegurinn verður færður út fyrir þorpið, og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetrar eftir ómalbikaðir að Látrabjargi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Reykjanesbær Grundarfjörður Stykkishólmur Reykhólahreppur Bolungarvík Seltjarnarnes Grindavík Vogar Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37
Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00