Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:49 Því fyrr, því betra segir samgönguráðherra. Vísir/Sigurjón Samgönguráðherra vakti máls á alvarlegu ástandi vega fyrir vestan við ríkisstjórnarborðið í gær og talaði um mikilvægi þess að verja auknu fé til viðhalds. Málinu var vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. Í lok febrúar sendu sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi forsætisráðherra bréf vegna neyðarástands í vegamálum. Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur. Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur.
Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11
Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31
Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25