Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Tryggvi Helgason er barnalæknir við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Vísir/Bjarni Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13