Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 21:32 Einn þeirra þriggja sem fór fyrir dómara og var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira