Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. mars 2025 12:33 Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Börn og uppeldi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar