Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2025 15:11 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm karlmanns vegna ráns og stunguárásar. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á júníkvöldi árið 2022. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða fangelsisvist. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað og konunni eina milljón króna í miskabætur. Honum var gefið að sök að brjótast inn í íbúð í Hafnarfirði vopnaður hnífi, neyða konu til að afhenda sér fimmtíu þúsund krónur, og síðan reisa hnífinn upp og neyða hana til að afhenda sér rúmlega tíu þúsund krónur til viðbótar. Í ákæru segir að þar á eftir hafi maðurinn ruðst inn í herbergi annarrar konu sem lá sofandi. Hann hafi vakið hana með öskrum, tekið hana hálstaki, og stungið hana tvisvar með hnífnum, annars vegar í framhandlegg og síðan í fótlegg. Fyrir vikið hlaut konan ýmsa áverka, líkt og eins sentímetra langan skurð á fæti og tíu sentímetra langan skurð á framhandlegg sínum. Taldi manninn hafa komið inn af svölunum Önnur konan, sú sem var rænd, lýsti því í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hefði verið nýkomin heim úr búðinni umrætt kvöld og hefði verið að elda kvöldmat þegar atburðarásin hófst. Hún hafði verið nýbúin að opna út á svalir og skyndilega hafi hún séð manninn, sem var kominn inn í íbúðina. Hún taldi að hann hefði greinilega komið sér inn á svalirnar og komist þaðan inn. Maðurinn hefði áður lánað henni 30 þúsund krónur og krafið hana um að fá peninginn aftur. Hún hafi sagt honum að hún væri ekki með pening, og hann byrjað að ota hnífnum að henni. Hún hefði þá náð í veskið sitt og látið hana fá peninga, fyrst hluta af því sem var í veskinu sínu, og síðan allan peninginn eftir að hann krafði hana um meira. Síðan hafi hann spurt hana hvar hin konan væri og hann rokið beint inn í herbergi til hennar. „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Hin konan gaf einnig skýrslu í héraði. Hún sagði að hún hefði átt erfiðan dag, daginn sem árásin átti sér stað. Maðurinn hefði verið að senda henni stöðug skilaboð og spurt hvar hún væri. Því hafi hún lagt sig. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn hefði staðið yfir henni og spurt: „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Samkvæmt framburði konunnar öskraði hann á hana, en hún reyndi að ýta honum burt. Síðan hafi hann tekið um háls hennar. Hún hafi talið að um grín væri að ræða af hans hálfu, en snerist hugur þegar hún hafi fundið fyrir höggum. Fram kemur að í átökum þeirra hafi henni tekist að hringja í vin sinn og taldi að hann hefði heyrt öskrin í sér. Á einhverjum tímapunkti hafi manninum brugðið og farið burt. Hún taldi hugsanlegt að hann hafi annað hvort séð að einhver væri í símanum, eða að hann hefði áttað sig á því hvað hann hefði gert. Því næst hafi hún staðið upp úr rúminu og gengið úr herbergi sínu og mætt hinni konunni sem hafi öskrað. Þá hafi hún litið niður og séð mikið blóð og áttað sig á því að maðurinn hefði stungið hana. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Að sögn hans fór hann ekki heim til kvennanna umræddan dag. Hann hefði verið í vinnunni og síðan farið heim til sín. Daginn eftir hafi hann vaknað við sérsveitina. Maðurinn sagðist ekki skilja hvers vegna konurnar væru að saka hann um þetta. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa lánað þeim peninga. Dómsmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á júníkvöldi árið 2022. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða fangelsisvist. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað og konunni eina milljón króna í miskabætur. Honum var gefið að sök að brjótast inn í íbúð í Hafnarfirði vopnaður hnífi, neyða konu til að afhenda sér fimmtíu þúsund krónur, og síðan reisa hnífinn upp og neyða hana til að afhenda sér rúmlega tíu þúsund krónur til viðbótar. Í ákæru segir að þar á eftir hafi maðurinn ruðst inn í herbergi annarrar konu sem lá sofandi. Hann hafi vakið hana með öskrum, tekið hana hálstaki, og stungið hana tvisvar með hnífnum, annars vegar í framhandlegg og síðan í fótlegg. Fyrir vikið hlaut konan ýmsa áverka, líkt og eins sentímetra langan skurð á fæti og tíu sentímetra langan skurð á framhandlegg sínum. Taldi manninn hafa komið inn af svölunum Önnur konan, sú sem var rænd, lýsti því í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hefði verið nýkomin heim úr búðinni umrætt kvöld og hefði verið að elda kvöldmat þegar atburðarásin hófst. Hún hafði verið nýbúin að opna út á svalir og skyndilega hafi hún séð manninn, sem var kominn inn í íbúðina. Hún taldi að hann hefði greinilega komið sér inn á svalirnar og komist þaðan inn. Maðurinn hefði áður lánað henni 30 þúsund krónur og krafið hana um að fá peninginn aftur. Hún hafi sagt honum að hún væri ekki með pening, og hann byrjað að ota hnífnum að henni. Hún hefði þá náð í veskið sitt og látið hana fá peninga, fyrst hluta af því sem var í veskinu sínu, og síðan allan peninginn eftir að hann krafði hana um meira. Síðan hafi hann spurt hana hvar hin konan væri og hann rokið beint inn í herbergi til hennar. „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Hin konan gaf einnig skýrslu í héraði. Hún sagði að hún hefði átt erfiðan dag, daginn sem árásin átti sér stað. Maðurinn hefði verið að senda henni stöðug skilaboð og spurt hvar hún væri. Því hafi hún lagt sig. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn hefði staðið yfir henni og spurt: „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Samkvæmt framburði konunnar öskraði hann á hana, en hún reyndi að ýta honum burt. Síðan hafi hann tekið um háls hennar. Hún hafi talið að um grín væri að ræða af hans hálfu, en snerist hugur þegar hún hafi fundið fyrir höggum. Fram kemur að í átökum þeirra hafi henni tekist að hringja í vin sinn og taldi að hann hefði heyrt öskrin í sér. Á einhverjum tímapunkti hafi manninum brugðið og farið burt. Hún taldi hugsanlegt að hann hafi annað hvort séð að einhver væri í símanum, eða að hann hefði áttað sig á því hvað hann hefði gert. Því næst hafi hún staðið upp úr rúminu og gengið úr herbergi sínu og mætt hinni konunni sem hafi öskrað. Þá hafi hún litið niður og séð mikið blóð og áttað sig á því að maðurinn hefði stungið hana. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Að sögn hans fór hann ekki heim til kvennanna umræddan dag. Hann hefði verið í vinnunni og síðan farið heim til sín. Daginn eftir hafi hann vaknað við sérsveitina. Maðurinn sagðist ekki skilja hvers vegna konurnar væru að saka hann um þetta. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa lánað þeim peninga.
Dómsmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira