Vitskert veröld Einar Helgason skrifar 13. mars 2025 16:00 Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir á gamals aldri að horfa upp á svona klikkaða veröld eins og hún virðist vera orðin. Það er ekki nóg með að heimurinn þurfi að glíma við geðsjúkling austur í Rússlandi með einhverjar brjálæðislegar hugmyndir um að hann geti bara tekið heilu löndin ef heimurinn er ekki eins og hann vill hafa hann. Heldur kviknar á öðrum klikkhaus vestur í Ameríku sem milljónir kjósa yfir sig og virðist hafa vald til að umturna heiminum eins og honum sýnist. Og ekki nóg með að vera furðu lostin yfir þessum bjánum sem dettur í hug að kjósa þetta yfir sig heldur virðist svo vera að það séu einstaklingar hérna heima á Íslandi sem halda ekki vatni að aðdáun á þessu fyrirbæri. Jafnvel fólk sem er svo nálægt manni að maður þekkir það persónulega og auglýsir heimsku sýna með því að flagga höfuðfati sem tákni um fylgispekt sína við þetta viðrini. Ég hélt í minni einfeldni að vitsmunastig fólks væri þroskaðra heldur en þetta. Meðal framármanna hérna heima á Íslandi virðist klikkunin vera síst minni þótt kannski á öðru sviði sé. Hér horfir maður upp á hvern toppinn á fætur öðrum í samfélaginu velta sér upp úr milljóna vinnulaunum, eða biðlaunum, eða starfslokasamningum eða hvern fjandinn þetta heitir allt saman. Reglur sem þessir sömu toppar hafa leitt í lög með taumlausri græðgi að leiðarljósi. Svo horfir maður upp á ef einhver vinstri gæðingurinn fær einhverjar milljónagreiðslur þá verður hægra liðið yfirmáta hneykslað á þessari svívirðu. Sama fólkið sem hefur leitt þetta í lög sem spilað er eftir og veltir sér svo sjálft upp úr milljónagreiðslum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að dagblað eins og Morgunblaðið skuli velta sér upp úr hneykslan yfir því að Inga Sæland eða Ragnar Ingólfsson fái himinháar greiðslur úr ríkissjóði. Áróðurssnepill sem haldið er gangandi af örfáum fjölskyldum sem hafa fengið upp í hendurnar dýrmætustu auðlindir þessa lands og geta braskað með þær eins og þeim sýnist. Auk þess sem handhafar þessara auðlindar geta arfleitt afkomendur sína af þessari auðlind sem á að heita eign þjóðarinnar. Svo vita auðvita allir að sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið ríkjandi á Íslandi í tæplega hundrað ár hefur átt stærstan hlut í að skapa þetta þjóðfélag sem við lifum í. Fyrir einhverjum dögum heyrði ég viðtal við hinn nýkjörna formann Sjálfstæðisflokksins Guðrúnu Hafsteinsdóttir. Þar lét hún í ljós þá visku sína að Ísland væri svo moldríkt samfélag að hér hefðu allir það svo glimrandi gott. Mér datt í hug þar sem ég sat og hlustaði á þetta hvort þessi kona hefði átt við þann vanda að glíma að undanförnu að vera í vandræðum með að endurnýja þvottavélina eða að kaupa ný dekk undir heimilisbílinn. En líklegast hefur hún ekki það mikið ímyndunarafl að henni detti þvílík farstæða í hug í jöfnunarsamfélaginu á Íslandi. Annar náungi af sama sauðarhúsi og Guðrún skrifar grein á þessum vettvangi fyrir skömmu, en hann heitir Jón Pétur Zimsen og liggur ekki á skoðunum sínum um sæluríkið Ísland. Og þar er ekki spöruð stóru lýsingarorðin. Hann jafnvel talar um ofgnótt hér á landi og hérna drjúpi smjör af hverju strái. Síðan talar hann hreina loftið og auðvita hreina vatnið bæði heitt og kalt ásamt raforkunni og sjávarauðlindinni. Af orðum hans má ráða að ríkidæmi Íslendinga sé svo stórkostlegt að við hefðum ekki gott af því aukning verði þar á. Auðvita hrekkur maður ekkert við að heyra svona málflutning frá fólki úr þessari áttinni og ekki í fyrsta skipti. En verst þykir mér þó að verða vitni af því þegar fólk sem búið er að vera í stjórnarandstöðu og hefur talað með grátstafinn í kverkunnum um kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu falla inn í sama milljónakúltúrinn og steinhalda kjafti eftir það. Kannski er það of snemmt að dæma þessa nýbyrjuðu stjórn svona hart en því miður hef ég oft orðið vitni af slíku áður í Íslensku samfélagi. Höfundur er eldri borgari sem dirfðist að vinna fyrir nokkrum krónum á síðasta ári og er þess vegna skertur nú um hver mánaðarmót á þessu nýbyrjaða ári. En launin eru þrjú hundruð og tíu þús. á mán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir á gamals aldri að horfa upp á svona klikkaða veröld eins og hún virðist vera orðin. Það er ekki nóg með að heimurinn þurfi að glíma við geðsjúkling austur í Rússlandi með einhverjar brjálæðislegar hugmyndir um að hann geti bara tekið heilu löndin ef heimurinn er ekki eins og hann vill hafa hann. Heldur kviknar á öðrum klikkhaus vestur í Ameríku sem milljónir kjósa yfir sig og virðist hafa vald til að umturna heiminum eins og honum sýnist. Og ekki nóg með að vera furðu lostin yfir þessum bjánum sem dettur í hug að kjósa þetta yfir sig heldur virðist svo vera að það séu einstaklingar hérna heima á Íslandi sem halda ekki vatni að aðdáun á þessu fyrirbæri. Jafnvel fólk sem er svo nálægt manni að maður þekkir það persónulega og auglýsir heimsku sýna með því að flagga höfuðfati sem tákni um fylgispekt sína við þetta viðrini. Ég hélt í minni einfeldni að vitsmunastig fólks væri þroskaðra heldur en þetta. Meðal framármanna hérna heima á Íslandi virðist klikkunin vera síst minni þótt kannski á öðru sviði sé. Hér horfir maður upp á hvern toppinn á fætur öðrum í samfélaginu velta sér upp úr milljóna vinnulaunum, eða biðlaunum, eða starfslokasamningum eða hvern fjandinn þetta heitir allt saman. Reglur sem þessir sömu toppar hafa leitt í lög með taumlausri græðgi að leiðarljósi. Svo horfir maður upp á ef einhver vinstri gæðingurinn fær einhverjar milljónagreiðslur þá verður hægra liðið yfirmáta hneykslað á þessari svívirðu. Sama fólkið sem hefur leitt þetta í lög sem spilað er eftir og veltir sér svo sjálft upp úr milljónagreiðslum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að dagblað eins og Morgunblaðið skuli velta sér upp úr hneykslan yfir því að Inga Sæland eða Ragnar Ingólfsson fái himinháar greiðslur úr ríkissjóði. Áróðurssnepill sem haldið er gangandi af örfáum fjölskyldum sem hafa fengið upp í hendurnar dýrmætustu auðlindir þessa lands og geta braskað með þær eins og þeim sýnist. Auk þess sem handhafar þessara auðlindar geta arfleitt afkomendur sína af þessari auðlind sem á að heita eign þjóðarinnar. Svo vita auðvita allir að sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið ríkjandi á Íslandi í tæplega hundrað ár hefur átt stærstan hlut í að skapa þetta þjóðfélag sem við lifum í. Fyrir einhverjum dögum heyrði ég viðtal við hinn nýkjörna formann Sjálfstæðisflokksins Guðrúnu Hafsteinsdóttir. Þar lét hún í ljós þá visku sína að Ísland væri svo moldríkt samfélag að hér hefðu allir það svo glimrandi gott. Mér datt í hug þar sem ég sat og hlustaði á þetta hvort þessi kona hefði átt við þann vanda að glíma að undanförnu að vera í vandræðum með að endurnýja þvottavélina eða að kaupa ný dekk undir heimilisbílinn. En líklegast hefur hún ekki það mikið ímyndunarafl að henni detti þvílík farstæða í hug í jöfnunarsamfélaginu á Íslandi. Annar náungi af sama sauðarhúsi og Guðrún skrifar grein á þessum vettvangi fyrir skömmu, en hann heitir Jón Pétur Zimsen og liggur ekki á skoðunum sínum um sæluríkið Ísland. Og þar er ekki spöruð stóru lýsingarorðin. Hann jafnvel talar um ofgnótt hér á landi og hérna drjúpi smjör af hverju strái. Síðan talar hann hreina loftið og auðvita hreina vatnið bæði heitt og kalt ásamt raforkunni og sjávarauðlindinni. Af orðum hans má ráða að ríkidæmi Íslendinga sé svo stórkostlegt að við hefðum ekki gott af því aukning verði þar á. Auðvita hrekkur maður ekkert við að heyra svona málflutning frá fólki úr þessari áttinni og ekki í fyrsta skipti. En verst þykir mér þó að verða vitni af því þegar fólk sem búið er að vera í stjórnarandstöðu og hefur talað með grátstafinn í kverkunnum um kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu falla inn í sama milljónakúltúrinn og steinhalda kjafti eftir það. Kannski er það of snemmt að dæma þessa nýbyrjuðu stjórn svona hart en því miður hef ég oft orðið vitni af slíku áður í Íslensku samfélagi. Höfundur er eldri borgari sem dirfðist að vinna fyrir nokkrum krónum á síðasta ári og er þess vegna skertur nú um hver mánaðarmót á þessu nýbyrjaða ári. En launin eru þrjú hundruð og tíu þús. á mán.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun