Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2025 17:08 Sakborningar voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. Í nýrri tilkynningu lögreglunnar kemur einnig fram að lögregla hafi frá því rannsókn hófst lagt hald á nokkrar bifreiðar, farið í húsleitir og yfirheyrt fjölda vitna. Tilkynning lögreglu er í heild sinni að neðan. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar karlmaðurinn í gæsluvarðahaldi átján ára gamall. Heimildir RÚV herma að konan sé á fertugsaldri. Hinn karlinn heitir Stefán Blackburn, en hann hefur ítrekað hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot hér á landi. Fyrst hlaut hann dóm árið 2007, þá einungis fimmtán ára gamall. Næstu sex árin var hann dæmdur ítrekað en líklega vakti hið svokallaða Stokkseyrarmál mesta athygli. Karlmaður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kviknaði fljótlega grunur að um frelsissviptingu væri að ræða. Lögreglan hefur upplýst um að á meðal þess sem er til rannsóknar sé fjárkúgun. Tilkynning lögreglunnar 13.3.2025 Umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp miðar vel. Rannsóknin er þó enn á frumstigum. Líkt og fram hefur komið voru þrír aðilar, tveir karlmenn og ein kona, úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Suðurlands í gær. Í dag var einn aðili til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er nú í haldi lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Við rannsóknina hefur m.a. verið lagt hald á nokkrar bifreiðar, framkvæmdar hafa verið húsleitir og fjöldi vitna hefur verið yfirheyrður. Auk aðstoðar frá öðrum lögregluembættum við rannsóknina hefur almenningur veitt lögreglunni á Suðurlandi gagnlegar ábendingar og myndefni. Áfram verður unnið af kappi við rannsóknina en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Í nýrri tilkynningu lögreglunnar kemur einnig fram að lögregla hafi frá því rannsókn hófst lagt hald á nokkrar bifreiðar, farið í húsleitir og yfirheyrt fjölda vitna. Tilkynning lögreglu er í heild sinni að neðan. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar karlmaðurinn í gæsluvarðahaldi átján ára gamall. Heimildir RÚV herma að konan sé á fertugsaldri. Hinn karlinn heitir Stefán Blackburn, en hann hefur ítrekað hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot hér á landi. Fyrst hlaut hann dóm árið 2007, þá einungis fimmtán ára gamall. Næstu sex árin var hann dæmdur ítrekað en líklega vakti hið svokallaða Stokkseyrarmál mesta athygli. Karlmaður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kviknaði fljótlega grunur að um frelsissviptingu væri að ræða. Lögreglan hefur upplýst um að á meðal þess sem er til rannsóknar sé fjárkúgun. Tilkynning lögreglunnar 13.3.2025 Umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp miðar vel. Rannsóknin er þó enn á frumstigum. Líkt og fram hefur komið voru þrír aðilar, tveir karlmenn og ein kona, úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Suðurlands í gær. Í dag var einn aðili til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er nú í haldi lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Við rannsóknina hefur m.a. verið lagt hald á nokkrar bifreiðar, framkvæmdar hafa verið húsleitir og fjöldi vitna hefur verið yfirheyrður. Auk aðstoðar frá öðrum lögregluembættum við rannsóknina hefur almenningur veitt lögreglunni á Suðurlandi gagnlegar ábendingar og myndefni. Áfram verður unnið af kappi við rannsóknina en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Tilkynning lögreglunnar 13.3.2025 Umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp miðar vel. Rannsóknin er þó enn á frumstigum. Líkt og fram hefur komið voru þrír aðilar, tveir karlmenn og ein kona, úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Suðurlands í gær. Í dag var einn aðili til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er nú í haldi lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Við rannsóknina hefur m.a. verið lagt hald á nokkrar bifreiðar, framkvæmdar hafa verið húsleitir og fjöldi vitna hefur verið yfirheyrður. Auk aðstoðar frá öðrum lögregluembættum við rannsóknina hefur almenningur veitt lögreglunni á Suðurlandi gagnlegar ábendingar og myndefni. Áfram verður unnið af kappi við rannsóknina en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira