Óttaðist að ánetjast svefntöflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 23:32 Christian Nörgaard hefur hér fengið spark í leik með Brentford á móti Chelsea á Stamford Bridge AP/Ian Walton Liðsfélagi Hákonar Rafns Valdimarssonar landsliðsmarkvarðar og fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Brentford hefur rætt opinberlega notkun sína á svefntöflum. Hann segir að allir þurfi að passa sig. Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira