Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 16:15 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, fagnar því að málið sé skoðað betur. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið. Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið.
Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21
Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15