Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar