Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Gengi United hefur ekki verið upp á marga fiska á yfirstandandi tímabili og liðið sat í 15. sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Nýliðar Leicester hafa hins vegar heldur ekki riðið feitum hesti og sitja í fallsæti.
Gestirnir frá Manchester voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins og Rasmus Hojlund kom liðinu yfir með marki á 28. mínútu eftir stoðsendingu fra Bruno Fernandes.
Alejandro Garnacho tvöfaldaði svo forystu liðsins á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes, en skömmu áður hafði mark verið dæmt af honum vegna rangstöðu.
Það var svo fyrirliðinn Bruno Fernandes sem kórónaði góðan leik sinn með marki á 90. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan því 3-0 sigur United sem nú situr í 13. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 29 leiki, en Leicester situr sem fastast í næstneðsta sæti með 17 stig, níu stigum frá öruggu sæti.