Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 17:01 Donni, eða Kristján Örn Kristjánsson, á æfingu landsliðsins í Safamýri í dag. Vísir „Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn. Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira