Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 23:09 Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum Aðsend Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. „Þessir svikapóstar og -skilaboð eru alltaf í gangi. Við svörum fyrirspurnum frá viðskiptavinum okkar vegna slíkra skilaboða daglega. Svo koma greinilega toppar í þeim og þá geta símtölin og skriflegar fyrirspurnir til okkar numið hundruðum á hverjum einasta degi.“ Hún segir starfsfólk Póstsins hafa fullan skilning á því að fólk sé ringlað og jafnvel hrætt, enda hafi margar sögur borist af því hversu umfangsmikið svona netsvindl getur verið og fólk jafnvel tapað háum fjárhæðum. Orðin lunkin að bera kennsl á svindlið „Við í þjónustuverinu erum orðin býsna lunkin í að þekkja þetta svindl. Auðvitað vitum við líka hvernig vinnubrögð Póstsins eru varðandi tilkynningar, sendingar og svo framvegis og þau eru ekkert í líkingu við það sem kemur frá þessum netþrjótum. En við skiljum hins vegar vel að viðskiptavinir okkar vilji athuga málið og átti sig ekki endilega á því undir eins að þetta sé svindl, sérstaklega af því að glæpamennirnir sem stunda þetta eru sérfræðingar í þessu og eru alltaf að verða kræfari og meira sannfærandi.“ Fanney segir algengt að viðskiptavinir fái skilaboð í nafni Póstsins um að reynt hafi verið að afhenda sendingu til hans án árangurs. „Hann þurfi því að smella á meðfylgjandi hlekk svo hægt sé að klára málið. Þess er líka krafist að viðskiptavinurinn bregðist strax við, gangi frá greiðslu eða staðfesti upplýsingar. Mörgum bregður og geta því auðveldlega gengið í gildruna í hálfgerðu óðagoti. Glæpamennirnir reyna nefnilega að spila inn á ótta og snögg viðbrögð svo fólk grípi hugsunarlaust til aðgerða og falli fyrir svindlinu. Þess vegna borgar sig að staldra við og skoða skilaboðin vandlega því það er svo margt sem gefur strax til kynna að þetta sé svindl.“ Gott að staldra við Fanney segir einnig gott að skoða netfang sendanda vel. chipslepesz7@hotmail.com sé til dæmis netfang sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Stundum líkjast netföngin þó netföngum frá viðkomandi fyrirtæki en eru örlítið frábrugðin. Eru oft með tölustöfum inni í miðju netfangi eða vefslóð, eins og nýlegt dæmi sýnir“, segir hún en netfangið sem hún vísar í: https://postaui.top/is. Þá segir Fanney gott að rýna vel í málfar og orðalag. „Mörg svikaskilaboð innihalda stafsetningar- eða málfarsvillur sem gefa til kynna að um svik sé að ræða.“ Hér að neðan er dæmi um orðalag í svikapósti sem viðskiptavini þeirra barst nýlega: „Pakkinn þinn er kominn á vöruhús okkar á staðnum en hefur ekki verið afhentur vegna rangs sendingarheimilis eða ófullnægjandi upplýsinga.“ Svo er hlekkur sem viðskiptavinur er beðinn um að smella á og segir í skilaboðunum: „Svaraðu Y og opnaðu SMS-virkjunartengilinn aftur eða afritaðu tengilinn og opnaðu hann í vafra.“ Fanney segir best fyrir viðskiptavini, vilji þau verja sig, að skrá sig inn á heimasíðu Póstsins til að fylgjast með öllum sendingum sem eru á leiðinni. „Þannig geta þau gengið úr skugga um að það sé engin sending væntanleg og borið saman sendingarnúmer.“ Pósturinn Tækni Neytendur Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Sjá meira
„Þessir svikapóstar og -skilaboð eru alltaf í gangi. Við svörum fyrirspurnum frá viðskiptavinum okkar vegna slíkra skilaboða daglega. Svo koma greinilega toppar í þeim og þá geta símtölin og skriflegar fyrirspurnir til okkar numið hundruðum á hverjum einasta degi.“ Hún segir starfsfólk Póstsins hafa fullan skilning á því að fólk sé ringlað og jafnvel hrætt, enda hafi margar sögur borist af því hversu umfangsmikið svona netsvindl getur verið og fólk jafnvel tapað háum fjárhæðum. Orðin lunkin að bera kennsl á svindlið „Við í þjónustuverinu erum orðin býsna lunkin í að þekkja þetta svindl. Auðvitað vitum við líka hvernig vinnubrögð Póstsins eru varðandi tilkynningar, sendingar og svo framvegis og þau eru ekkert í líkingu við það sem kemur frá þessum netþrjótum. En við skiljum hins vegar vel að viðskiptavinir okkar vilji athuga málið og átti sig ekki endilega á því undir eins að þetta sé svindl, sérstaklega af því að glæpamennirnir sem stunda þetta eru sérfræðingar í þessu og eru alltaf að verða kræfari og meira sannfærandi.“ Fanney segir algengt að viðskiptavinir fái skilaboð í nafni Póstsins um að reynt hafi verið að afhenda sendingu til hans án árangurs. „Hann þurfi því að smella á meðfylgjandi hlekk svo hægt sé að klára málið. Þess er líka krafist að viðskiptavinurinn bregðist strax við, gangi frá greiðslu eða staðfesti upplýsingar. Mörgum bregður og geta því auðveldlega gengið í gildruna í hálfgerðu óðagoti. Glæpamennirnir reyna nefnilega að spila inn á ótta og snögg viðbrögð svo fólk grípi hugsunarlaust til aðgerða og falli fyrir svindlinu. Þess vegna borgar sig að staldra við og skoða skilaboðin vandlega því það er svo margt sem gefur strax til kynna að þetta sé svindl.“ Gott að staldra við Fanney segir einnig gott að skoða netfang sendanda vel. chipslepesz7@hotmail.com sé til dæmis netfang sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Stundum líkjast netföngin þó netföngum frá viðkomandi fyrirtæki en eru örlítið frábrugðin. Eru oft með tölustöfum inni í miðju netfangi eða vefslóð, eins og nýlegt dæmi sýnir“, segir hún en netfangið sem hún vísar í: https://postaui.top/is. Þá segir Fanney gott að rýna vel í málfar og orðalag. „Mörg svikaskilaboð innihalda stafsetningar- eða málfarsvillur sem gefa til kynna að um svik sé að ræða.“ Hér að neðan er dæmi um orðalag í svikapósti sem viðskiptavini þeirra barst nýlega: „Pakkinn þinn er kominn á vöruhús okkar á staðnum en hefur ekki verið afhentur vegna rangs sendingarheimilis eða ófullnægjandi upplýsinga.“ Svo er hlekkur sem viðskiptavinur er beðinn um að smella á og segir í skilaboðunum: „Svaraðu Y og opnaðu SMS-virkjunartengilinn aftur eða afritaðu tengilinn og opnaðu hann í vafra.“ Fanney segir best fyrir viðskiptavini, vilji þau verja sig, að skrá sig inn á heimasíðu Póstsins til að fylgjast með öllum sendingum sem eru á leiðinni. „Þannig geta þau gengið úr skugga um að það sé engin sending væntanleg og borið saman sendingarnúmer.“
Pósturinn Tækni Neytendur Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Sjá meira