Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji.
„Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris.
Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól.
Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi.
Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt.
McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012.
Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna.