Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 14:38 Þessir skór eru meðal þeirra muna sem fundust í kjallara á búgarðinum. AP/Saksóknarar í Jalisco-héraði Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Síðan búgarðurinn, sem er skammt frá bænum La Estanzuela í Jalisco héraði fannst hafa yfirvöld á svæðinu sagt að þar hafi einnig fundist töluvert af skothylkjum og er talið að staðurinn hafi verið notaður sem þjálfunarbúðir fyrir glæpasamtök. Sjálfboðaliðarnir fundu búgarðinn eftir að þeim barst nafnlaus ábending um hann, samkvæmt leiðtoga þeirra. Rúmlega 120 þúsund Mexíkóar eru týndir, samkvæmt opinberum gögnum sem byrjað var að safna árið 1962 og AP fréttaveitan vitnar í. Talið er að það sé algjört lágmark. Staðir sem þessir hafa fundist reglulega í landinu á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna þess að ættingjar hinna týndu vinna í meira mæli þá vinnu sem yfirvöld hafi ekki gert nægjanlega vel hingað til. Það er að leita að týndu fólki. Lögregluþjónar fundu búgarðinn fyrst í september og leituðu þá þar en þeir fundu ekki líkbrennsluna og hina munina, að nokkrum skothylkjum og einhverjum beinflísum undanskildum. Lögregluþjónar fundu þó tvær manneskjur sem voru í haldi á bústaðnum og eitt lík vafið í plast. Leitinni var þó hætt en ekki liggur fyrir af hverju. Izaguirre Ranch búgarðurinn í Mexíkó. Ríkissaskóknari landsins hefur tekið yfir rannsókn þar eftir að sjálfboðaliðar fundu líkbrennsluofna og aðra muni sem benda til þess að fjölmargir hafi verið brenndir þar.AP/Alejandra Leyva Ekki búið að bera kennsl á lík Sjálfboðaliðarnir hafa birt myndir af þeim 493 munum sem hafa fundist á búgarðinum en samkvæmt frétt El País hefur fyrirspurnum rignt yfir þá frá ættingjum þeirra þúsunda sem eru týndir í landinu. Í einhverjum tilfellum er fólk að spyrjast fyrir um ættmenni sín sem hurfu fyrir mörgum árum og hafa þau engin svör fengið. New York Times segir ekki búið að bera kennsl á eitt lík í búgarðinum og er ekki heldur vitað hverjir eða hvaða glæpasamtök stjórnuðu honum. Ríkissaksóknari Mexíkó tók í þessari viku yfir rannsókninni að ósk Claudia Sheinbaum, forseta Mexíkó. Leitað á búgarðinum.AP/Marco Ugarte Talið er mögulegt að búgarðurinn hafi verið undir stjórn glæpamanna Jalicso-samtakanna. Það eru nokkuð umsvifamikil glæpasamtök sem hafa verið að styrkja stöðu sína í Mexíkó á undanförnum árum og þá aðallega með framleiðslu Fentanyls og sölu þess í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig stundað ólöglegt skógarhögg, mansal og fjárkúgun, svo eitthvað sé nefnt. Fentanyl hefur dregið fjölda fólks til dauða í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótað því að beita her sínum gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá hafa mikil átök milli glæpagengja í Mexíkó valdið gífurlegum usla og hafa fjölmörg ódæði verið framin þar vegna þeirra. Segjast hafa verið þvingaðir til að brenna lík Spjótin hafa meðal annars beinst að Jalisco samtökunum vegna umsvifa þeirra í samnefndu héraði og hafa þau verið bendluð við fjölda morða, mannshvarfa og fjöldagrafir sem fundist hafa á svæðinu. Sjálfboðaliðarnir sem fundu búgarðinn segja að í kjölfarið hafi þeir fengið skilaboð frá nokkrum aðilum sem sögðust hafa fengið þar þjálfun í vopnabeitingu og pyntingum. Þeir sögðu búgarðinn einnig hafa verið notaðan til að láta fórnarlömb glæpamanna hverfa. Leiðtogi sjálfboðaliðanna sagði skilaboðin hafa komið frá ungum frá öðrum héruðum Mexíkó sem hefðu verið plataðir til Jalisco undir fölskum forsendum og fluttir á búgarðinn. Einn maður sagði þeim að hann hefði verið þvingaður til að brenna lík og það hefði verið hluti af þjálfun hans. Ef þeir neituðu voru þeir stundum myrtir og fóðraðir ljónum. Rannsóknin á búgarðinum er nokkuð umfangsmikil.AP/Marco Ugarte Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Síðan búgarðurinn, sem er skammt frá bænum La Estanzuela í Jalisco héraði fannst hafa yfirvöld á svæðinu sagt að þar hafi einnig fundist töluvert af skothylkjum og er talið að staðurinn hafi verið notaður sem þjálfunarbúðir fyrir glæpasamtök. Sjálfboðaliðarnir fundu búgarðinn eftir að þeim barst nafnlaus ábending um hann, samkvæmt leiðtoga þeirra. Rúmlega 120 þúsund Mexíkóar eru týndir, samkvæmt opinberum gögnum sem byrjað var að safna árið 1962 og AP fréttaveitan vitnar í. Talið er að það sé algjört lágmark. Staðir sem þessir hafa fundist reglulega í landinu á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna þess að ættingjar hinna týndu vinna í meira mæli þá vinnu sem yfirvöld hafi ekki gert nægjanlega vel hingað til. Það er að leita að týndu fólki. Lögregluþjónar fundu búgarðinn fyrst í september og leituðu þá þar en þeir fundu ekki líkbrennsluna og hina munina, að nokkrum skothylkjum og einhverjum beinflísum undanskildum. Lögregluþjónar fundu þó tvær manneskjur sem voru í haldi á bústaðnum og eitt lík vafið í plast. Leitinni var þó hætt en ekki liggur fyrir af hverju. Izaguirre Ranch búgarðurinn í Mexíkó. Ríkissaskóknari landsins hefur tekið yfir rannsókn þar eftir að sjálfboðaliðar fundu líkbrennsluofna og aðra muni sem benda til þess að fjölmargir hafi verið brenndir þar.AP/Alejandra Leyva Ekki búið að bera kennsl á lík Sjálfboðaliðarnir hafa birt myndir af þeim 493 munum sem hafa fundist á búgarðinum en samkvæmt frétt El País hefur fyrirspurnum rignt yfir þá frá ættingjum þeirra þúsunda sem eru týndir í landinu. Í einhverjum tilfellum er fólk að spyrjast fyrir um ættmenni sín sem hurfu fyrir mörgum árum og hafa þau engin svör fengið. New York Times segir ekki búið að bera kennsl á eitt lík í búgarðinum og er ekki heldur vitað hverjir eða hvaða glæpasamtök stjórnuðu honum. Ríkissaksóknari Mexíkó tók í þessari viku yfir rannsókninni að ósk Claudia Sheinbaum, forseta Mexíkó. Leitað á búgarðinum.AP/Marco Ugarte Talið er mögulegt að búgarðurinn hafi verið undir stjórn glæpamanna Jalicso-samtakanna. Það eru nokkuð umsvifamikil glæpasamtök sem hafa verið að styrkja stöðu sína í Mexíkó á undanförnum árum og þá aðallega með framleiðslu Fentanyls og sölu þess í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig stundað ólöglegt skógarhögg, mansal og fjárkúgun, svo eitthvað sé nefnt. Fentanyl hefur dregið fjölda fólks til dauða í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótað því að beita her sínum gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá hafa mikil átök milli glæpagengja í Mexíkó valdið gífurlegum usla og hafa fjölmörg ódæði verið framin þar vegna þeirra. Segjast hafa verið þvingaðir til að brenna lík Spjótin hafa meðal annars beinst að Jalisco samtökunum vegna umsvifa þeirra í samnefndu héraði og hafa þau verið bendluð við fjölda morða, mannshvarfa og fjöldagrafir sem fundist hafa á svæðinu. Sjálfboðaliðarnir sem fundu búgarðinn segja að í kjölfarið hafi þeir fengið skilaboð frá nokkrum aðilum sem sögðust hafa fengið þar þjálfun í vopnabeitingu og pyntingum. Þeir sögðu búgarðinn einnig hafa verið notaðan til að láta fórnarlömb glæpamanna hverfa. Leiðtogi sjálfboðaliðanna sagði skilaboðin hafa komið frá ungum frá öðrum héruðum Mexíkó sem hefðu verið plataðir til Jalisco undir fölskum forsendum og fluttir á búgarðinn. Einn maður sagði þeim að hann hefði verið þvingaður til að brenna lík og það hefði verið hluti af þjálfun hans. Ef þeir neituðu voru þeir stundum myrtir og fóðraðir ljónum. Rannsóknin á búgarðinum er nokkuð umfangsmikil.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira