Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar 15. mars 2025 20:30 Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun