Innlent

Hótað með hníf og rændur í mið­bænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir voru vistaðir í fangageymslu í nótt.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þar var árásarþola hótað með hníf á meðan ránið var framið. Lögreglan segir málið í rannsókn.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig að stórfelld líkamsárás hafi verið framin í Hlíðunum og er það mál einnig í rannsókn.

Lögreglan segir einnig að við eftirlit með akstri leigubíla í nótt hafi komið í ljós að margt hafi verið í ólagi. Fimm ökumenn hafi verið sektaðir fyrir umferðarlagabrot vegna eftirlitsins.

Sömuleiðis voru að minnsta kosti tveir ökumenn, sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum, gómaðir við ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×